Heilbrigðismál

Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun
Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun.

Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum.

Innan við 200 manns fengu hýdroxíklórókín hér á landi
Landspítalinn hætti fyrir nokkru að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið hýdroxíklórókín. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur stöðvað tilraunir á notagildi lyfsins tímabundið því niðurstöður virðast benda til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns fengu lyfið hér á landi undir eftirliti.

WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða.

Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins
Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn.

Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin
Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni.

Þríeykið klökknaði undir ræðu Svandísar
Heilbrigðisráðherra þakkaði þríeykinu sérstaklega fyrir vel unnin störf.

Svona var 72. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar: Ráðherrar mæta á síðasta kórónuveirufundinn í bili
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag.

Annar smitlaus sólarhringur
Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1804.

Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma
Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg.

Ekkert smit greinst milli daga
Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1804.

Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi.

Ætla sér að prófa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni
Rannsakendur við Oxford-háskóla á Bretlandi ætla sér að prufa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni á tíu þúsund manns til þess að komast að því hvort efnið virki. Nú þegar hafa þúsund sjálfboðaliðar fengið sprautu.

Ekkert nýtt smit síðastliðinn sólarhring
Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1803. Eitt smit hefur greinst undanfarna níu daga.

„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi
Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur.

Svona var 71. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Eftirspurn eftir kynleiðréttingaraðgerðum hefur tífaldast á tíu árum
Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD.

Fjöldi mála þokast áfram á Alþingi
Alþingi greiddi atkvæði um fjölmörg mál í dag. Þeirra á meðal frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými að lokinni annarri umræðu.

Bein útsending: Streita, heilsa og félagslegt samhengi - Hvernig höfum við áhrif?
Rannveig Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisdeild HR, fjallar um streitu, heilsu og félagslegt samhengi í þriðjudagsfyrirlestri Háskólans í Reykjavík og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf.

Mælir með því að fólk haldi sig við reglubundna bólfélaga
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir er frekar á því að Íslendingar, sem og aðrir, eigi að halda sig við sína reglubundnu bólfélaga um þessar mundir.

Svona var sjötugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14 í dag.

Fimm dagar í röð án nýs smits
Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, fimmta daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1.802. Þá eru virk smit á landinu nú sex, líkt og í gær.

Ísland á meðal þjóða sem vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni
Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni.

Læra mjög hratt hvernig eigi að glíma við Kawasaki-líka sjúkdóminn í kjölfar „skrambans“ veirunnar
Læknar víða um heim fylgjast grannt með framgangi sjúkdóms sem svipar til Kawasaki-sjúkdómsins og læra mjög hratt hvernig best sé að bregðast við einkennum hans

Íslendingur kom að sögulegum aðskilnaði síamstvíbura
Íslenskur barnasvæfingarlæknir kom að umönnun samtengdra stvíbura sem tókst að skilja að í vel heppnaðri aðgerð í lok síðasta árs. Tvíburasysturnar eiga framtíðina fyrir sér en innan við fjórðungur lifir aðgerðina af.

Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum
Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum.

Slakað á heimsóknabanni á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir helgi
Heimsóknir verða leyfðar með vissum takmörkunum á legudeildum sjúkrahússins á Akureyri frá og með mánudegi. Landspítalinn tilkynnti fyrr í dag að slakað yrði á takmörkunum á kvennadeild eftir helgi.

Svona var 69. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14.

Aftur greindist enginn með kórónuveiruna
Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is.

Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna
Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna.