Heilbrigðismál

Fréttamynd

Stærstu samtök lækna standi varla undir því að teljast fagfélög

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir vesöld Landspítalans á ábyrgð þjóðar sem hafi kosið að velja sér leiðtoga sem hafi vanrækt heilbrigðiskerfið áratugum saman. Hann segir forstjóra Landspítalans gera það besta úr þeim spilum sem honum séu gefin. Stærstu samtök lækna í landinu standi varla undir því að teljast fagfélög enda sé áherslan á kjarabaráttu en ekki betri heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Varast ber til vamms að segja

Eitt af því sem lærist fljótt þeim sem lendir títt í viðtölum í beinni útsendingu er að svara ekki endilega þeim spurningum sem spyrillinn beinir að manni heldur þeim sem hentar manni að svara.

Skoðun
Fréttamynd

Að skilja sjálfsvíg

Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini.Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana.

Skoðun
Fréttamynd

Ný hugsun í heilbrigðiskerfinu

Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyo og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi!

Um berserki gildir að gott er að hafa þá með sér í liði, en þeir eiga það líka til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í öllum ákafanum.

Skoðun
Fréttamynd

Boðar áframhald aðgerða á landamærunum

Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið.

Innlent
Fréttamynd

Endómetríósa og sálfræðimeðferð

Endómetríósa er flókinn sjúkdómur sem hefur bæði áhrif á starfsemi líkamans sem og andlegu hliðina. Endómetríósa er einnig ólæknandi krónískur sjúkdómur sem þeir sem af honum þjást þurfa að glíma við út ævina. Endómetríósa getur skert lífsgæði sjúklings verulega.

Skoðun
Fréttamynd

Endómetríósa og sálfræðimeðferð

Endómetríósa er flókinn sjúkdómur sem hefur bæði áhrif á starfsemi líkamans sem og andlegu hliðina. Endómetríósa er einnig ólæknandi krónískur sjúkdómur sem þeir sem af honum þjást þurfa að glíma við út ævina. Endómetríósa getur skert lífsgæði sjúklings verulega.

Skoðun
Fréttamynd

Á heimavist alla ævi?

Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt?

Skoðun
Fréttamynd

Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað

Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gekk ráðherra til?

Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til?

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts

Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega.

Erlent
Fréttamynd

Má bjóða þér að bíða?

Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Opna sér­stakt lið­skipta­setur á Akra­nesi

Til stendur að opna sérstakt liðskiptasetur, skurðstofu þar sem eingöngu er sinnt liðskiptaaðgerðum, við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Er reiknað að með opnuninni muni liðskiptaaðgerðum hér landi fjölga umtalsvert.

Innlent