Bretland

Fréttamynd

Banka­reikningum Chelsea lokað tíma­bundið

Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eldur í háhýsi í Lundúnum

Slökkviliðið í Lundúnum var með mikinn viðbúnað eftir að eldur kom upp í stóru fjölbýlishúsi í borginni í dag. Eldurinn kviknaði á sautjándu hæð hússins í Whitechapel.

Erlent
Fréttamynd

Stað­festa að fram­leiðslu Ná­granna verður hætt í júní

Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni.

Lífið
Fréttamynd

Roman Abramovich stígur til hliðar

Roman Abramovich og Chelsea gáfu út sameiginlega yfirlýsingu rétt í þessu þar sem kemur fram að Abramovich muni stíga til hliðar sem stjórnandi í daglegum rekstri félagsins. Ekki er tekið fram hvers vegna Abramovich er að stíga til hliðar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fríða Svala greiddi Batman fyrir rauða dregilinn

Hárgreiðslusérfræðingurinn Fríða Svala hefur verið starfandi í Hollywood í áratugi og unnið með stærstu stjörnum heims. Þar á meðal er leikarinn Robert Pattinson, sem leikur Batman í nýjustu kvikmyndinni um ofurhetjuna sem kallast einfaldlega The Batman.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja

Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 

Erlent
Fréttamynd

Harry stefnir út­gefanda Daily Mail

Harry Bretaprins hefur höfðað meiðyrðamál gegn útgefanda breska dagblaðsins Daily Mail vegna greinar sem Mail On Sunday birti á sunnudag um öryggismál Harry og fjölskyldu.

Erlent
Fréttamynd

Söngvari Procol Harum er fallinn frá

Breski söngvarinn Gary Brooker, forsprakki sveitarinnar Procol Harum, er látinn, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma.

Lífið
Fréttamynd

Vaktin: Inn­rás Rúss­lands í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Elísa­bet Breta­drottning með Co­vid

Elísa­bet Breta­drottning hefur greinst með kórónu­veiruna. Í til­kynningu frá bresku konungs­fjöl­skyldunni segir að hún sé með væg kvef­ein­kenni eins og er.

Erlent
Fréttamynd

Segir Pútín hyggja á mesta stríð Evrópu frá 1945

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að undirbúa mesta stríð Evrópu frá 1945. Þar að auki sé útlit fyrir að þær áætlanir séu þegar komnar af stað.

Erlent
Fréttamynd

Óveðrið reif þakið af O2 höllinni í London

O2 höllin í London hefur verið heimili margra stórra tónlistar- og íþróttaviðburða landsins seinustu tuttugu ár, en þak hallarinnar varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu sem geysaði á sunnanverðum Bretlandseyjum í gær.

Sport
Fréttamynd

Minnst níu hafa látist af völdum Eunice í Evrópu

Í fyrsta sinn í sögunni var rauð viðvörun gefin út í Lundúnarborg í dag vegna stormsins Eunice sem gekk yfir Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Að minnsta kosti fjórir hafa látist á Bretlandseyjum og fimm á meginlandinu.

Erlent