Ástralía

Fréttamynd

Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið

Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða

Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi.

Erlent
Fréttamynd

Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið

Á Tonga-eyja­klasanum er um­horfs eins og á Tunglinu eftir gríðar­legt ösku­fall eftir neðan­jarðar­eld­gosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt ösku­lag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án raf­magns og síma­sam­bands síðan í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ástralar vísa Djokovic úr landi

Yfirvöld í Ástralíu hafa tekið þá ákvörðun að fella vegabréfsáritun serbnesku tennisstjörnunnar Novak Djokovic úr gildi öðru sinni.

Sport
Fréttamynd

Hitinn víða upp undir 50 stig

Hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Ástralíu og víða hefur hitinn þar náð hæðum sem aldrei hafa sést áður. Í bænum Roebourne náði hitinn til að mynda 50 gráðum á celsíus kvarðanum en fyrra met féll árið 2011.

Erlent
Fréttamynd

Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála

Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína.

Erlent
Fréttamynd

Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar.

Sport
Fréttamynd

Kveiktu í gamla þing­húsinu í Can­berra

Hópur mótmælenda í áströlsku höfuðborginni Canberra kveiktu í gamla þinghúsi landsins í morgun. Miklar skemmdir voru unnar á inngangi byggingarinnar sem nú hýsir safn tileinkuðu þróun lýðræðis í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron

Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið

Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist.

Erlent
Fréttamynd

Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum

Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara.

Erlent
Fréttamynd

Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun

Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga.

Erlent
Fréttamynd

Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“

Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust.

Erlent