
Finnland

Samkomulag í höfn í Finnlandi og verkföllum aflýst
Samkomulag hefur náðist í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna og hefur verkföllum verið aflýst.

Verkföll póststarfsmanna raska finnsku samfélagi
Deiluaðilar í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna hafa enn ekki náð saman og héldu verkfallsaðgerðir áfram í dag.

Finnar á EM í fyrsta sinn
Finnar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með þægilegum sigri á Liecthenstein á heimavelli í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Finnar komast inn á stórmót.

Ætla að opna að minnsta kosti 25 Ísey skyr bari í Finnlandi
Sigríður Steinunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísey skyr bars, segir nýjan skyr bar í Finnlandi hafa fengið góðar viðtökur. Barinn er staðsettur í stórri verslunarmiðstöð í höfuðborginni Helsinki.

Árásarmaðurinn í Kuopio yfirheyrður
Maðurinn er grunaður um að hafa banað einni konu og sært um tíu manns í árásinni.

Árásarmaðurinn í Kuopio alvarlega særður
Maðurinn drap einn og særði tíu í sverðaárás í starfsmenntamiðstöð í finnsku borginni Kuopio í morgun.

Einn látinn og níu særðir eftir sverðaárás í finnskri verslunarmiðstöð
Finnskir fjölmiðlar segja að óþekktur maður hafi ruðst inn í bekkjarstofu starfsmentamiðstöðvar í Kuopio vopnaður sverði.

Pukki sá fyrsti frá Norwich til að vera valinn bestur
Framherji Norwich, Teemu Pukki, hefur verið útnefndur besti leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Bein útsending: Steindi keppir á heimsmeistaramótinu í luftgítar
Keppni á heimsmeistaramótinu í luftgítar hefst í finnsku borginni Oulu klukkan 17 að íslenskum tíma.

Steindi ætlar að koma með titilinn heim
Steindi Jr. er staddur í finnsku borginni Oulu til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í luftgítar. Með honum í för er Sigríður móðir hans og gera þau ráð fyrir íslenskum sigri. Steindi segir Eurovision fölna miðað við keppnina.

Ragnar Kjartansson hlýtur finnsku Ars Fennica verðlaunin
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hlaut virt finnsk verðlaun í dag.

Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna
Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn.

Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi.

Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey
Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi
Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag.

Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag.

Eistar á bremsunni með hugmynd um lengstu lestargöng heims
Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina.

Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands
Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Konur í meirihluta í nýrri ríkisstjórn Finnlands
Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Antti Rinne, leiðtoga finnskra Jafnaðarmanna, voru kynntir til sögunnar í gær.

Svona fagna Finnar heimsmeistaratitli
Finnar urðu heimsmeistari í íshokkí eftir að hafa lagt Kanadamenn að velli 3-1 í úrslitaleik í Bratislava í Slóvakíu um helgina að viðstöddum ríflega 9 þúsund áhorfendum.

Finnar heimsmeistarar í þriðja sinn
Finnar lögðu Kanadamenn að velli í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í íshokkí í Slóvakíu í dag.

Ný ríkisstjórn í smíðum í Finnlandi
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn hyggst reyna að mynda nýja samsteypustjórn með Miðflokknum og þremur minni flokkum.

Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu.

Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn.

Langt í land hjá SAS og flugmönnum
Flugfélagið SAS hefur alls aflýst 709 ferðum í dag vegna verkfalls flugmanna.

Þarf að leita yfir miðjuna til að mynda ríkisstjórn
Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, mun að öllum líkindum leita fyrst til Vinstriflokksins og Græningja.

Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi
Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu.

Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir
Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna.

Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing
Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag.

Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna
Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun.