

Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns.
Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum.
Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána.
Vígamenn sem tengjast Al-Qaeda gerðu í vikunni umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa banað rúmlega sjötíu manns auk þess sem þeir brenndu herflugvélar og einnig forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí.
Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi.
Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða.
Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020.
Hissène Habré, fyrrverandi einræðisherra Afríkuríkisins Tjads, er látinn, 79 ára að aldri. Habré varði síðustu árum sínum í fangelsi í Senegal eftir að hafa hlotið lífstíðardóm meðal annars fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad.
Idriss Deby, forseti Tjad, er dáinn. Hann er sagður hafa dáið vegna sára sem hann hlaut þegar hann heimsótti víglínu hers Tjad og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins. Upplýsingar um dauða forsetans eru enn á reiki.
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett knattspyrnusambönd Pakistans og Tjads í bann vegna afskipta annarra af samböndunum.
Þrjátíu manns hið minnsta eru látnir eftir að gullnáma í Afríkuríkinu Tsjad féll saman.
Árásin beindist að herstöð Sameinuðu þjóðanna í Aguelhok í norðausturhluta landsins.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti kveðst harma mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að kalla herlið Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi.
Gærdagurinn markaðist af mannskæðum árásum. Fregnir bárust af hryðjuverkaárásum í Afganistan, Tsjad og Pakistan í gær. Frambjóðandi myrtur í Pakistan og ellefu leigubílsstjórar myrtir í Suður-Afríku eftir harðar deilur.
Ríkisstjórn Haítí hefur bannað bresku góðgerðarsamtökunum Oxfam að starfa í landinu og gildir bannið til frambúðar. Ákvörðunin er tekin eftir að vændishneyksli skók samtökin snemma á þessu ári.
Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna.
Árinu 2017 er að ljúka og kalífadæmi ISIS er í molum. Samtökin eru þó enn fullfær um að beita skæruhernaði. Það sást greinilega í gær þegar sjálfsmorðssprengjuárás kostaði 41 lífið í Kabúl, höfuðborg Afganistans.
Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum.
Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad.
Moussa Faki Mahamat tekur við stöðunni af hinni suður-afrísku Nkosazana Dlamini-Zuma.