Bensín og olía

Fréttamynd

Olíu­fé­lögin fjar­lægjast Costco

Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun.

Neytendur
Fréttamynd

Ingunn tekur við Olís af Frosta

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum

Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“

Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað.

Innlent
Fréttamynd

SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra fé­laga og fast­eigna í eigna­safninu

Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Inn­flutningur þotu­elds­neytis frá Ind­landi aukist hröðum skrefum

Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í ársbyrjun 2022 hafa valdið mikilli uppstokkun í viðskiptum með hrávörur á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kaupum Íslendinga á þotueldsneyti, að sögn hagfræðings. Hlutdeild fyrri birgja, sem voru einkum Bandaríkin, Bretland og Noregur, hefur þannig fallið hratt á sama tíma og Indland er farið að sjá Íslandi fyrir um fjórðungi alls þess þotueldsneytis sem var flutt til landsins á einu ári.

Innherji
Fréttamynd

Er metanvæðingin óttalegt prump?

Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrrum olíuforstjóri veitir ómetanlega innsýn inn í heim spillingar og óheilbrigðra viðskiptahátta

Hlustaði á áhugavert viðtal við fyrrum forstjóra olíufélags sem sagði farir sínar ekki sléttar þegar spilaborgin hrundi 2008. Í stuttu máli hneykslaðist hann á framgöngu Norðmanna vegna afgreiðslu olíufarms sem félagið hafði pantað frá norska ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Hvorki viðskiptabanki fyrirtækisins, Statoil né norska ríkið vildi lána fyrirtækinu 23 milljónir dollara. Það endaði með því að þáverandi Seðlabankastjóri greiddi umrædda upphæð og olíufarmurinn var afgreiddur. Síðan þá hefur hann, að sögn, ekki getað litið Norðmenn sömu augum.

Skoðun
Fréttamynd

„Endaði þannig að Davíð Odds­son borgaði bara skipið“

Her­mann Guð­munds­son, for­stjóri Kemi og fyrr­verandi for­stjóri N1, segist aldrei hafa litið Norð­menn sömu augum eftir að Ís­land varð næstum því olíu­laust í nokkrar vikur skömmu eftir banka­hrun á Ís­landi árið 2008 þegar norska olíu­fyrir­tækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslu­frest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Biðjast af­­sökunar á aug­­lýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu

Aug­lýsingar á vegum Olís hafa vakið tölu­verða at­hygli á sam­fé­lags­miðlum í dag en ein­hverjir telja að lesa megi ó­heppi­legt mynd­mál úr þeim sem minni á hryðju­verka­á­rásir í New York þann 11. septem­ber árið 2001 þar sem flug­vélum var flogið inn í tví­bura­turnana í World Tra­de Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Thun­berg á­kærð fyrir að ó­hlýðnast lög­reglu

Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt.

Erlent
Fréttamynd

Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa

Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum.

Erlent
Fréttamynd

Bíræfnir bensíntittir

Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti Cop28 sakaður um „græn­þvott“ á Wiki­pedia

Sultan Al Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar Cop28, hefur verið sakaður um að „grænþvo“ upplýsingar um sjálfan sig á Wikipedia, meðal annars síður þar sem fjallað er um störf hans sem framkvæmdastjóri Abu Dhabi National Oil Company (ADNOC).

Erlent
Fréttamynd

Skamma Olís vegna HM-af­láttar sem gilti bara á sumum ÓB-stöðvum

Neytendastofa hefur slegið á fingur Olís vegna auglýsinga um afslátt á eldsneyti á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Félagið auglýsti þar afslátt af eldsneyti, sem tengdist úrslitum íslenska landsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð í janúar síðastliðinn, án þess að tekið var fram að afslátturinn gilti ekki á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Hefur félaginu verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti.

Neytendur