Utanríkismál

Fréttamynd

Inga Lind orð­laus með orðu frá Spánarkonungi

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona var sæmd heiðursorðu frá Spánarkonungi á viðburði í Reykjavík í gær þar sem því var fagnað að hundrað ár eru frá því að viðskipti Íslands og Spánar með þorsk og rauðvín hófust.

Lífið
Fréttamynd

Saga Garðars sakar ráð­herra um heiguls­hátt

Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax.

Innlent
Fréttamynd

Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur

Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráðu­neytið birtir tíma­línuna

Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu

Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín fékk tölvu­póst ellefu mínútum fyrir at­kvæða­greiðsluna

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið

Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð.

Innlent
Fréttamynd

Katrín ekki höfð með í ráðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr.

Innlent
Fréttamynd

Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis

Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Hjá­setan merki um fylgi­spekt við Banda­ríkin

Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­trú­lega aumingja­legt“

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki horft á fjölda­morð í beinni út­sendingu“

Mótmælendur hafa safnast saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ráðherrar halda reglulegan fund. Þess er krafist að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir ísraelska hersins í Palestínu. Forsætisráðherra verður afhendur undirskriftalisti við lok fundar. 

Innlent
Fréttamynd

Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum

Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara.

Innlent
Fréttamynd

Fjórum F-16 flogið til Íslands á morgun

Bandarísk flugsveit kemur með fjórar F-16 orrustuþotur til landsins á morgun og mun taka við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Umrædd sveit kemur frá Þýskalandi og telur 120 liðsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að leggja sig alla fram við söluna Ís­lands­banka

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ljóst að nýjar áherslur fylgi alltaf nýju fólki. Hún segir óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent