Hafnarfjörður

Fréttamynd

Eldur logaði í safn­haug fram á nótt

Mikið mæddi á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring. Dælubílar voru sendir í  fjögur útköll, þar af eitt sem tók fjórar klukkustundir, og sjúkralið sinnti 94 sjúkraflutningum, sem er vel yfir meðaltali.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðum lokið í Straums­vík

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hefði verið betra að fá þyrluna

Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­línur settar upp

Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Kom að húsnæði í rúst eftir innbrot

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í Hafnarfirði. Þegar eigandi húsnæðisins kom heim var búið að brjótast inn og skemma þar mikið af húsgögnum og munum.

Innlent
Fréttamynd

Halda leitinni á­fram á morgun

Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur ekki borið árangur. Lögreglan er ekki viss hvort reiðhjól sem fannst í leitinni sé í eigu Stefáns. Leitinni verður haldið áfram á morgun og notast verður við dróna.

Innlent
Fréttamynd

Sam­mála um að upp­færa Sam­göngu­sátt­málann

Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­földun Reykja­nes­brautar bætir um­ferðar­öryggi

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­markaðurinn, Fram­sókn og Hafnar­fjörður

Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. 

Skoðun
Fréttamynd

Slökkvi­lið bjargaði gínu úr Hafnar­fjarðar­höfn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur.

Innlent
Fréttamynd

Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði

Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði nú undir kvöld og var reynt að ná honum aftur upp með kranabíl. Bíllinn er fullur af steypu en engin steypa hefur lekið úr honum enn, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Harður á­rekstur við Fjarðar­hraun

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns í Hafnarfirði í gær. Fimm manns voru í tveimur bifreiðum sem skullu saman og voru þau öll flutt til slysadeildar til skoðunar en reyndust lítið slösuð. 

Innlent