Hafnarfjörður

Fréttamynd

Ók rafhlaupahjóli á kyrrstæða bifreið

Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt voru tvö rafhlaupaslys í miðbænum tilkynnt til lögreglu. Í því fyrra hafði rafhlaupahjóli verið ekið á kyrrstæða bifreið og í því seinna hafði ökumaður misst stjórn á farartækinu þegar hann var með farþega á hjólinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Uppbygging vegna fólksfjölgunar í Hafnarfirði efst á blaði

Uppbygging vegna mikillar fyrirsjáanlegrar fjölgunar íbúa verður eitt aðalverkefni nýrrar bæjarstjórnar í Hafnarfirði að mati oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf. Oddvitarnir munu hafa vistaskipti í stóli bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á miðju kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Segir Fram­sókn hafa svikið lof­orð um sam­tal

Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 

Innlent
Fréttamynd

Eftirför í Hafnarfirði

Um hádegisbilið í dag var tilkynnt um árekstur í Hafnarfirði og hafði sökudólgurinn stungið af á ökutæki sínu. Lögreglan gat staðsett bifreiðina og gaf manninum merki um að stöðva akstur en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Við það hófst eftirför þar sem maðurinn ók meðal annars gegn rauðu ljósi, rásaði milli akreina og ók á öfugum vegarhelming. Lögregla náði að lokum að stöðva akstur mannsins og var hann handtekinn. Hann er grunaður um ölvunarakstur.

Innlent
Fréttamynd

Allt opið í Hafnarfirði

Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman.

Innlent
Fréttamynd

Mun byrja á því að ræða við Rósu

Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði?

Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt.

Skoðun
Fréttamynd

Hafn­firðingar eru á­nægðir með bæinn sinn

Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt.

Skoðun
Fréttamynd

Veldu Viðreisn

Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Við­reisn er fyrir alla þó svo pólitík sé það ekki

Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg.

Skoðun
Fréttamynd

Bak­sýnis­spegilinn eða fram­rúðan?

Sveitastjórnakosningar snúast ekki um pissukeppni oddvita stærstu flokkanna í beinni útsendingu. Kosningarnar snúast nú sem aldrei fyrr um fólkið sem við kjósendur trúum og treystum til verka, frambjóðendurnar sem eru á bak við tjöldin, skipa ekki efsta sætið, heldur næstu sætin á eftir, einstaklinganna sem koma til með að leiða nefndarstörf og skipulagsmál Hafnarfjarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru Hafn­firðingar, takk kær­lega fyrir mig!

Undanfarnar vikur hef ég farið út um allan bæ og hitt ykkur; hvort sem það hefur verið heimsókn í fyrirtæki, íþróttafélög eða félagasamtök, á fundum, á viðburðum eða á förnum vegi. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að hitta ykkur og eiga góð og gagnleg samtöl um bæinn okkar og hvað við getum gert til að gera góðan bæ enn betri.

Skoðun
Fréttamynd

Gerum betur fyrir Hafn­firðinga

Þegar ég byrjaði með karlinum mínum fyrir um þrjú hundruð árum síðan eða svo fannst fólkinu mínu óravegur til Hafnarfjarðar. Reykjanesbrautin var ekki komin og heimsókn úr Breiðholtinu þýddi að fjölskyldan mín og vinir brettu upp ermar, fóru í ferðafötin og smurðu jafnvel nesti.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnrétti í Hafnarfjörð

Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu.

Skoðun