Reykjavík Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar. Innlent 27.11.2022 07:23 „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. Innlent 26.11.2022 21:36 Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag. Innlent 26.11.2022 20:40 Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Innlent 26.11.2022 20:16 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. Innlent 26.11.2022 16:28 Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi. Lífið 26.11.2022 16:17 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. Innlent 26.11.2022 12:10 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Innlent 26.11.2022 07:27 „Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Sport 26.11.2022 07:01 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. Innlent 26.11.2022 00:11 Hægt sjónvarp úr miðbænum í kvöld Lögregla verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og nótt. Lesendur Vísis geta séð miðborgina úr lofti á Vísi í kvöld. Innlent 25.11.2022 22:00 Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Innlent 25.11.2022 21:05 Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut Fjórir bílar tjónuðust í árekstri á Miklubraut nærri Ártúnsbrekku rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Innlent 25.11.2022 15:52 Gunnar áfram hafnarstjóri Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á fundi sínum í morgun. Ráðgefandi hæfnisnefnd er sögð hafa mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna. Viðskipti innlent 25.11.2022 15:14 Slasaðist á ökkla eftir að bíl var ekið á rafhlaupahjól Ekið var á unglingsstúlku á rafhlaupahjóli á Suðurlandsbraut við Glæsibæ rétt fyrir klukkan eitt í dag. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku Landspítala. Innlent 25.11.2022 13:05 Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Innlent 25.11.2022 12:00 Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. Lífið 25.11.2022 10:43 Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. Lífið 25.11.2022 10:03 Bankastræti Club hafi gert allt rétt í krísustjórnun Í umfjöllun um hnífaárásina í síðustu viku hefur ítrekað verið rætt um Bankastræti Club í því samhengi, og réttilega, þar sem árásin fór jú fram á staðnum. Sérfræðingur í vörumerkjastjórnun telur ekki að málið komi til með að hafa áhrif á skemmtistaðinn til lengri tíma og eigendur hafi gert allt rétt í krísustjórnun. Hann hefur hins vegar meiri áhuga á að skoða málið út frá vörumerkinu Ísland. Innlent 25.11.2022 07:48 Tvær líkamsárásir í höfuðborginni Gærkvöldið og nóttin voru með rólegasta móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má yfirlit yfir verkefni næturinnar. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir þar sem gerendur voru handteknir í báðum tilvikum og annað fórnarlambið mögulega nefbrotið. Innlent 25.11.2022 06:02 Vilji til þess að leysa hlutina í sameiningu Talsverður styr hefur staðið um næturlíf Reykjavíkur að undanförnu en til viðbótar við ofbeldismálin sem hafa verið í fréttum hefur skapast talsverð umræða um hávaða frá skemmtistöðum eins og við sögðum frá í kvöldfréttatíma okkar í gær. Innlent 24.11.2022 20:33 Fresta jólaglögg vegna áhyggna af öryggi í miðbænum Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. Innlent 24.11.2022 17:50 Samtök reykvískra skemmtistaða fordæma allt ofbeldi og vopnaburð Samtök reykvískra skemmtistaða hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna atburða síðustu viku. Vísað er til árásarinnar á Bankastræti Club þegar hópur manna réðst inn á staðinn og beittu eggvopnum. Innlent 24.11.2022 16:30 Hvernig viljum við eldast? Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Skoðun 24.11.2022 15:00 Fjórtán spor í andlitið eftir byltu við Sundhöllina Þröstur Ólafsson, reglulegur gestur Sundhallar Reykjavíkur, varð fyrir því óláni að falla um listaverk sem stendur fyrir framan inngang laugarinnar. Innlent 24.11.2022 14:02 Fimmtán ára piltur í Grafarvogi stakk jafnaldra sinn Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn með hníf seint í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi. Gunnar Smári Sigurgeirsson, íbúi í hverfinu, birti færslu á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsti aðstæðum og birti jafnframt ljósmynd af vettvangi. Innlent 24.11.2022 12:57 35 prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól Rúm 35 prósent Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjól. Sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19 prósent. Notkun á rafhlaupahjólum er mest meðal fólks á aldrinum 18-34 ára. Þá nota karlar rafhlaupahjól í meira mæli en konur. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar og er notkunin mest á meðal íbúa í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum og Laugardal. Innlent 24.11.2022 11:24 Kallað út vegna sprengingar og reyks á veitingastað í miðborginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út eftir að tilkynnt var um sprengingu og mikinn reyk á skemmtistaðnum The Dubliner í Naustunum í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í nótt. Innlent 24.11.2022 07:15 Níu handteknir í höfuðborginni fyrir vörslu og/eða sölu fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók níu einstaklinga í nótt sem eru grunaðir um vörslu og/eða sölu fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af nokkrum til viðbótar þar sem lagt var hald á ætluð fíkniefni. Innlent 24.11.2022 06:20 Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni Breska sendiráðið hvetur breska ferðamenn á leið til Reykjavíkur að fara varlega í miðborginni. Sendiráðið fetar í fótspor þess bandaríska, sem sendi frá sér sambærilega viðvörun fyrr í dag. Innlent 23.11.2022 23:53 « ‹ 138 139 140 141 142 143 144 145 146 … 334 ›
Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar. Innlent 27.11.2022 07:23
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. Innlent 26.11.2022 21:36
Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag. Innlent 26.11.2022 20:40
Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Innlent 26.11.2022 20:16
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. Innlent 26.11.2022 16:28
Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi. Lífið 26.11.2022 16:17
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. Innlent 26.11.2022 12:10
Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Innlent 26.11.2022 07:27
„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Sport 26.11.2022 07:01
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. Innlent 26.11.2022 00:11
Hægt sjónvarp úr miðbænum í kvöld Lögregla verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og nótt. Lesendur Vísis geta séð miðborgina úr lofti á Vísi í kvöld. Innlent 25.11.2022 22:00
Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Innlent 25.11.2022 21:05
Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut Fjórir bílar tjónuðust í árekstri á Miklubraut nærri Ártúnsbrekku rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Innlent 25.11.2022 15:52
Gunnar áfram hafnarstjóri Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á fundi sínum í morgun. Ráðgefandi hæfnisnefnd er sögð hafa mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna. Viðskipti innlent 25.11.2022 15:14
Slasaðist á ökkla eftir að bíl var ekið á rafhlaupahjól Ekið var á unglingsstúlku á rafhlaupahjóli á Suðurlandsbraut við Glæsibæ rétt fyrir klukkan eitt í dag. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku Landspítala. Innlent 25.11.2022 13:05
Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Innlent 25.11.2022 12:00
Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. Lífið 25.11.2022 10:43
Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. Lífið 25.11.2022 10:03
Bankastræti Club hafi gert allt rétt í krísustjórnun Í umfjöllun um hnífaárásina í síðustu viku hefur ítrekað verið rætt um Bankastræti Club í því samhengi, og réttilega, þar sem árásin fór jú fram á staðnum. Sérfræðingur í vörumerkjastjórnun telur ekki að málið komi til með að hafa áhrif á skemmtistaðinn til lengri tíma og eigendur hafi gert allt rétt í krísustjórnun. Hann hefur hins vegar meiri áhuga á að skoða málið út frá vörumerkinu Ísland. Innlent 25.11.2022 07:48
Tvær líkamsárásir í höfuðborginni Gærkvöldið og nóttin voru með rólegasta móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má yfirlit yfir verkefni næturinnar. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir þar sem gerendur voru handteknir í báðum tilvikum og annað fórnarlambið mögulega nefbrotið. Innlent 25.11.2022 06:02
Vilji til þess að leysa hlutina í sameiningu Talsverður styr hefur staðið um næturlíf Reykjavíkur að undanförnu en til viðbótar við ofbeldismálin sem hafa verið í fréttum hefur skapast talsverð umræða um hávaða frá skemmtistöðum eins og við sögðum frá í kvöldfréttatíma okkar í gær. Innlent 24.11.2022 20:33
Fresta jólaglögg vegna áhyggna af öryggi í miðbænum Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. Innlent 24.11.2022 17:50
Samtök reykvískra skemmtistaða fordæma allt ofbeldi og vopnaburð Samtök reykvískra skemmtistaða hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna atburða síðustu viku. Vísað er til árásarinnar á Bankastræti Club þegar hópur manna réðst inn á staðinn og beittu eggvopnum. Innlent 24.11.2022 16:30
Hvernig viljum við eldast? Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Skoðun 24.11.2022 15:00
Fjórtán spor í andlitið eftir byltu við Sundhöllina Þröstur Ólafsson, reglulegur gestur Sundhallar Reykjavíkur, varð fyrir því óláni að falla um listaverk sem stendur fyrir framan inngang laugarinnar. Innlent 24.11.2022 14:02
Fimmtán ára piltur í Grafarvogi stakk jafnaldra sinn Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn með hníf seint í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi. Gunnar Smári Sigurgeirsson, íbúi í hverfinu, birti færslu á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsti aðstæðum og birti jafnframt ljósmynd af vettvangi. Innlent 24.11.2022 12:57
35 prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól Rúm 35 prósent Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjól. Sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19 prósent. Notkun á rafhlaupahjólum er mest meðal fólks á aldrinum 18-34 ára. Þá nota karlar rafhlaupahjól í meira mæli en konur. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar og er notkunin mest á meðal íbúa í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum og Laugardal. Innlent 24.11.2022 11:24
Kallað út vegna sprengingar og reyks á veitingastað í miðborginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út eftir að tilkynnt var um sprengingu og mikinn reyk á skemmtistaðnum The Dubliner í Naustunum í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í nótt. Innlent 24.11.2022 07:15
Níu handteknir í höfuðborginni fyrir vörslu og/eða sölu fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók níu einstaklinga í nótt sem eru grunaðir um vörslu og/eða sölu fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af nokkrum til viðbótar þar sem lagt var hald á ætluð fíkniefni. Innlent 24.11.2022 06:20
Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni Breska sendiráðið hvetur breska ferðamenn á leið til Reykjavíkur að fara varlega í miðborginni. Sendiráðið fetar í fótspor þess bandaríska, sem sendi frá sér sambærilega viðvörun fyrr í dag. Innlent 23.11.2022 23:53