Fjarðabyggð

Fréttamynd

Stefán Þorleifsson er látinn

Stefán Þorleifsson fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, lést þann 14.mars á 105. aldursári. Stefán var elsti karlmaður landsins.

Innlent
Fréttamynd

„Bara ef það hentar mér“

Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði

Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

„Bara ef það hentar mér“

Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til.

Skoðun
Fréttamynd

Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti.

Innlent
Fréttamynd

Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið

Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekstur hjúkrunar­heimila Fjarða­byggðar til HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu nýjan kjarasamning með miklum meirihluta

Kjarasamningur AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál var samþykktur með 94 prósent greiddra atkvæða. Atkvæðagreiðslu lauk í gær. Á kjörskrá voru 457 starfsmenn og var kjörsókn 72,4 prósent. Samningurinn gildir til þriggja ára, afturvirkt frá 1. mars 2020 að því er segir í tilkynningu frá Alcoa.

Innlent
Fréttamynd

Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann

Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúar á Reyðarfirði beðnir að loka gluggum vegna bruna

Töluverður eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvistarf stendur yfir að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Fjarðabyggðar. Nokkurn reyk mun leggja frá svæðinu og yfir byggð á Reyðarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Krapaflóð féll yfir þjóðveginn

Krapaflóð féll féll yfir Þjóðveg 1 í sunnanverðum Fáskrúðsfirði nú fyrir stundu og lokar nú veginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa á Reyðarfirði

Starfsfólk Alcoa á Reyðarfirði er komið með nýjan kjarasamning við fyrirtækið til næstu þriggja ára. Samningurinn var undirritaður á Reyðarfirði í dag á milli Alcoa Fjarðaáls og starfsmanna fyrirtækisins sem tilheyra Afli stéttarfélagi og Rafiðnaðarsambandi Íslands. Samningurinn er afturvirkukr frá 1. mars 2020.

Innlent
Fréttamynd

Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina

Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjóri Fjarða­byggðar vill á þing

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara næsta haust.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár

Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olís opnar hraðhleðslustöð á Reyðarfirði

Olís hefur opnað nýja hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á þjónustustöð félagsins á Reyðarfirði. Hraðhleðslustöðvar Olís eru þar með orðnar fjórar; í Álfheimum í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði, Siglufirði og Reyðarfirði.

Bílar