Umferðaröryggi Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. Innlent 14.4.2021 21:11 Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. Innlent 14.4.2021 18:41 Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. Innlent 14.4.2021 15:10 Rafhlaupahjól í umferð Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Skoðun 14.4.2021 10:31 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. Innlent 13.4.2021 22:22 Ólöglegt eftirlit á Akranesi Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti. Skoðun 13.4.2021 12:01 Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. Innlent 8.4.2021 19:52 Suðurstandarvegur lokaður fram yfir helgi Ástand Suðurstrandarvegar við Festarfjall er svipað og var í gær en hefur heldur þróast til verri vegar. Í ljósi jarðskjálftavirkninnar og spár um rigningu á svæðinu næsta daga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda veginum lokuðum að minnsta kosti fram yfir helgi. Innlent 19.3.2021 12:05 Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut 12. janúar 2020 var undir áhrifum áfengis við aksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í gær. Innlent 19.3.2021 07:54 Loka fyrir umferð á Suðurstrandarvegi í kvöld og í nótt Suðurstrandarvegi verður lokað klukkan 18 á eftir og fram á morgun hið minnsta. Er það gert vegna ástands vegarins í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Innlent 18.3.2021 16:21 Suðurstrandarvegur þrengdur á kafla vegna frekari skemmda Frekari skemmdir urðu á Suðurstrandarvegi í gær nálægt Festarfjalli, en sprungur hafa myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki allsstaðar fullan stuðning. Innlent 16.3.2021 14:41 Bein útsending: Morgunfundur um blæðingar Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um svokallaðar blæðingar sem orðið geta í vegklæðingu og malbiki. Fundurinn hefst klukkan níu og verður sýndur í beinu streymi, sem nálgast má neðar í fréttinni. Innlent 16.3.2021 08:47 Ekið á unga stúlku á vespu Óskað var eftir aðstoð lögreglu og sjúkrabíla á þriðja tímanum vegna umferðarslyss við Bakarameistarann í Suðurveri. Innlent 3.3.2021 15:04 Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti. Innlent 26.2.2021 14:02 Stærsti skjálftinn í tilfelli Bryndísar reyndist harður árekstur Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og einn forseta Alþingis, lenti í hörðum árekstri í Ártúnsbrekkunni í gær. Bryndís slapp með skrekkinn en bíll hennar er ónýtur. Innlent 25.2.2021 10:51 Lögreglan varar við umferðartöfum næstu daga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við umferðartöfum sem kunna að verða næstu daga vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi. Vinna hefst í fyrramálið vegna framkvæmdanna á Hafnarfjarðarvegi á leið til norðurs á brúnni sem liggur yfir Nýbýlaveg í Kópavogi. Innlent 21.2.2021 16:25 Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.2.2021 09:32 Bein útsending: Auknar kröfur í útboðum á malbikun hjá Vegagerðinni Vegagerðin boðar til morgunfundar þar sem kynntar verða auknar kröfur og hertar reglur í útboðum malbiks- og klæðingaframkvæmda. Fundurinn hefst klukkan 9, stendur til 10:15 og verður í opnu streymi. Innlent 2.2.2021 08:16 „Víðar vegir heldur en hér í Reykjavík“ Samgöngurráðherra segir mikilvægt að vinna gegn svifryki í Reykjavík án þess að skerða umferðaröryggi. Innlent 29.1.2021 21:00 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. Innlent 27.1.2021 13:45 Malbika veginn að Urriðafossi Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu 1,2 kílómetra kafla Urriðafossvegar. Kaflinn nær frá gatnamótunum á hringveginum við Þjórsárbrú að bílaplani við Urriðafoss. Innlent 26.1.2021 09:31 Rýmingu vegna snjóflóðahættu aflétt á Siglufirði Rýmingu vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Siglufirði. Vegfarendur eru engu að síður beðnir um að hafa varan á, einkum á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem segir að ákveðið hafi verið að aflétta rýmingu húsa á sunnanverðum Siglufirði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi er þó enn í gildi. Innlent 24.1.2021 17:28 „Þeir standa bara þarna úti með snjó í eyrunum og snjó upp að mitti“ Dóttir Margrétar Örnu Arnardóttur sat með heilmikinn snjó í fanginu í aftursæti bíls þeirra sem varð fyrir snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Aðrir vegfarendur sem höfðu hafist handa við að moka snjóskafl á veginum stóðu í snjó upp að mitti og með snjó í eyrunum. Margrét Arna hrósar happi að ekki hafi farið verr en kveðst undrandi á því hversu margir Íslendingar hafi lagt af stað yfir heiðina á illa útbúnum bílum með engan búnað í bílnum. „Það var nú engum meint af sem betur fer,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Innlent 23.1.2021 17:25 Milljarðs halli á vetrarþjónustunni samhliða ákalli eftir aukinni þjónustu G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. Innlent 23.1.2021 11:46 „Þegar ég lendi í flóðinu þá er ég upp að hnjám þegar það stoppar“ Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. Til allrar lukku hafi farið betur en á horfðist en snjóflóðið náði Hannesi upp að hnjám, en hann var í óða önn ásamt þremur öðrum við að moka upp fjölskyldubíl sem sat fastur í skafli þegar flóðið féll. Innlent 23.1.2021 11:07 Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur. Innlent 20.1.2021 19:23 Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. Innlent 13.1.2021 21:51 Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar. Viðskipti innlent 11.1.2021 21:34 Vilja minnka umferðarhraða á Bústaðavegi Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Innlent 11.1.2021 06:45 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. Innlent 7.1.2021 22:44 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 28 ›
Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. Innlent 14.4.2021 21:11
Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. Innlent 14.4.2021 18:41
Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. Innlent 14.4.2021 15:10
Rafhlaupahjól í umferð Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Skoðun 14.4.2021 10:31
Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. Innlent 13.4.2021 22:22
Ólöglegt eftirlit á Akranesi Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti. Skoðun 13.4.2021 12:01
Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. Innlent 8.4.2021 19:52
Suðurstandarvegur lokaður fram yfir helgi Ástand Suðurstrandarvegar við Festarfjall er svipað og var í gær en hefur heldur þróast til verri vegar. Í ljósi jarðskjálftavirkninnar og spár um rigningu á svæðinu næsta daga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda veginum lokuðum að minnsta kosti fram yfir helgi. Innlent 19.3.2021 12:05
Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut 12. janúar 2020 var undir áhrifum áfengis við aksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í gær. Innlent 19.3.2021 07:54
Loka fyrir umferð á Suðurstrandarvegi í kvöld og í nótt Suðurstrandarvegi verður lokað klukkan 18 á eftir og fram á morgun hið minnsta. Er það gert vegna ástands vegarins í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Innlent 18.3.2021 16:21
Suðurstrandarvegur þrengdur á kafla vegna frekari skemmda Frekari skemmdir urðu á Suðurstrandarvegi í gær nálægt Festarfjalli, en sprungur hafa myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki allsstaðar fullan stuðning. Innlent 16.3.2021 14:41
Bein útsending: Morgunfundur um blæðingar Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um svokallaðar blæðingar sem orðið geta í vegklæðingu og malbiki. Fundurinn hefst klukkan níu og verður sýndur í beinu streymi, sem nálgast má neðar í fréttinni. Innlent 16.3.2021 08:47
Ekið á unga stúlku á vespu Óskað var eftir aðstoð lögreglu og sjúkrabíla á þriðja tímanum vegna umferðarslyss við Bakarameistarann í Suðurveri. Innlent 3.3.2021 15:04
Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti. Innlent 26.2.2021 14:02
Stærsti skjálftinn í tilfelli Bryndísar reyndist harður árekstur Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og einn forseta Alþingis, lenti í hörðum árekstri í Ártúnsbrekkunni í gær. Bryndís slapp með skrekkinn en bíll hennar er ónýtur. Innlent 25.2.2021 10:51
Lögreglan varar við umferðartöfum næstu daga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við umferðartöfum sem kunna að verða næstu daga vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi. Vinna hefst í fyrramálið vegna framkvæmdanna á Hafnarfjarðarvegi á leið til norðurs á brúnni sem liggur yfir Nýbýlaveg í Kópavogi. Innlent 21.2.2021 16:25
Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.2.2021 09:32
Bein útsending: Auknar kröfur í útboðum á malbikun hjá Vegagerðinni Vegagerðin boðar til morgunfundar þar sem kynntar verða auknar kröfur og hertar reglur í útboðum malbiks- og klæðingaframkvæmda. Fundurinn hefst klukkan 9, stendur til 10:15 og verður í opnu streymi. Innlent 2.2.2021 08:16
„Víðar vegir heldur en hér í Reykjavík“ Samgöngurráðherra segir mikilvægt að vinna gegn svifryki í Reykjavík án þess að skerða umferðaröryggi. Innlent 29.1.2021 21:00
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. Innlent 27.1.2021 13:45
Malbika veginn að Urriðafossi Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu 1,2 kílómetra kafla Urriðafossvegar. Kaflinn nær frá gatnamótunum á hringveginum við Þjórsárbrú að bílaplani við Urriðafoss. Innlent 26.1.2021 09:31
Rýmingu vegna snjóflóðahættu aflétt á Siglufirði Rýmingu vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Siglufirði. Vegfarendur eru engu að síður beðnir um að hafa varan á, einkum á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem segir að ákveðið hafi verið að aflétta rýmingu húsa á sunnanverðum Siglufirði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi er þó enn í gildi. Innlent 24.1.2021 17:28
„Þeir standa bara þarna úti með snjó í eyrunum og snjó upp að mitti“ Dóttir Margrétar Örnu Arnardóttur sat með heilmikinn snjó í fanginu í aftursæti bíls þeirra sem varð fyrir snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Aðrir vegfarendur sem höfðu hafist handa við að moka snjóskafl á veginum stóðu í snjó upp að mitti og með snjó í eyrunum. Margrét Arna hrósar happi að ekki hafi farið verr en kveðst undrandi á því hversu margir Íslendingar hafi lagt af stað yfir heiðina á illa útbúnum bílum með engan búnað í bílnum. „Það var nú engum meint af sem betur fer,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Innlent 23.1.2021 17:25
Milljarðs halli á vetrarþjónustunni samhliða ákalli eftir aukinni þjónustu G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. Innlent 23.1.2021 11:46
„Þegar ég lendi í flóðinu þá er ég upp að hnjám þegar það stoppar“ Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. Til allrar lukku hafi farið betur en á horfðist en snjóflóðið náði Hannesi upp að hnjám, en hann var í óða önn ásamt þremur öðrum við að moka upp fjölskyldubíl sem sat fastur í skafli þegar flóðið féll. Innlent 23.1.2021 11:07
Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur. Innlent 20.1.2021 19:23
Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. Innlent 13.1.2021 21:51
Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar. Viðskipti innlent 11.1.2021 21:34
Vilja minnka umferðarhraða á Bústaðavegi Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Innlent 11.1.2021 06:45
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. Innlent 7.1.2021 22:44