Íþróttir

Fréttamynd

Hugsaði út í það að hætta

David James segist hafa íhugað það alvarlega að leggja hanskana á hilluna þegar hann missti sæti sitt í enska landsliðinu. Hann var tekinn út úr liðinu eftir að hafa gert hrikaleg mistök í leik gegn Austurríki í september 2004. James er nú hjá Portsmouth en á þessum tíma lék hann fyrir Manchester City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fallhlífarstökk í auglýsingu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, er fleira til lista lagt en að búa til góð fótboltalið. Nýlega lék hann í sjónvarpsauglýsingu fyrir BPI-bankann í Portúgal þar sem hann stekkur úr flugvél í jakkafötum en opnar síðan fallhíf þegar hann nálgast jörðina. Mourinho þykir minna um margt á sjálfan James Bond þegar hann lendir fullkomnlega í bakgarði glæsilegs einbýlishúss í Portúgal. En Mourinho hefur nú viðurkennt að það hafi ekki verið hann sjálfur sem stökk úr flugvélinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Árangurinn var óásættanlegur

Hreinn Hringsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er mjög óánægður með spilamennsku liðsins í sumar og segir árangurinn á tímabilinu vera óásættanlegan. Þetta segir hann í viðtali við heimasíðu KA. „Sumarið fótboltalega séð var engan veginn nógu gott og árangur sumarsins þar af leiðandi slakur og óásættanlegur,“ segir Hreinn meðal annars en bætir því við að væntingarnar til liðsins hafi ef til vill verið of miklar, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á liðinu frá því í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ademar Leon lagði Barcelona

Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld þegar Ademar Leon gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Barcelona 31-27. Sigfús Sigurðsson átti góðan leik í vörn heimamanna en náði þó ekki að skora í leiknum. Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Ciudad Real sem vann Valladolid 30-29 í hörkuspennandi leik.

Sport
Fréttamynd

Ég er ekki svona rosalega góður

Síðan Sigþór Júlíusson kom til KR frá Völsungi hinn 31. júlí sl. hefur verið mikill uppgangur á spilamennsku liðsins. Liðið hefur unnið sex leiki, gert tvö jafntefli og engum leik tapað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Evrópuliðið vann þriðja árið í röð

Lið Bandaríkjanna átti aldrei möguleika gegn því evrópska í Ryder-keppninni í golfi sem lauk á Írlandi í gær. Úrslitin urðu á sama veg og í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, Evrópa hlaut átján og hálfan vinning en Bandaríkin níu og hálfan.

Golf
Fréttamynd

Vilja halda áfram með ÍA

Þjálfarar ÍA, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, neita því ekki að þeir vilji halda áfram að þjálfa Skagamenn. Þeir tóku við Ólafi Þórðarsyni um mitt sumar þegar staða liðsins var ekki góð en undir stjórn tvíburuna hefur leikur ÍA batnað til muna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ætlar að raða inn mörkum

Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur lofað stuðningsmönnum Chelsea því að hann fari að raða inn mörkum. Þessi 29 ára leikmaður var keyptur til félagsins fyrir metfé í maí en hann er enn ekki byrjaður að sýna markaskorunarhæfileika sína á Englandi og hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ætluðum okkur meira í sumar

„Mér fannst við spila gríðarlega vel lengst af í þessum leik og þess vegna eru þessi úrslit mjög særandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marel varð markakóngur

Marel Jóhann Baldvinsson vann gullskóinn í Landsbankadeild karla í ár en hann skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum fyrir Breiðablik. Hann hélt svo til Noregs áður en tímabilinu lauk en varð markakóngur þrátt fyrir það. Björgólfur Takefusa úr KR fær silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson, Grindavík, bronsskóinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grindvíkingar sjálfum sér verstir

Grindvíkingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa fallið í 1. deild í gær. Liðið óð í færum en klaufaskapur framherjanna var með ólíkindum. Þegar á reyndi var liðið síðan kraftlaust.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Liverpool valtaði yfir Tottenham

Liverpool rúllaði yfir vonlaust lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og virðist vera búið að finna taktinn. Chelsea endurheimti toppsætið og þá vann Arsenal sinn fyrsta heimasigur á leiktíðinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti sigurinn

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lék í gær síðasta leik sinn á þessu ári í B-deild Evrópukeppninnar. Leikið var gegn Írlandi og vann íslenska liðið 68-56 sigur. Þetta var fyrsti sigurleikur Íslands í keppninni en hún er nú hálfnuð. Seinni hluti hennar verður leikinn næsta haust en íslenska liðið komst upp í þriðja sætið í sínum riðli.

Körfubolti
Fréttamynd

Framtíðin er óákveðin

Framherjinn Jóhann Þórhallsson var með böggum hildar eftir leikinn en hann klúðraði mörgum góðum færum í leiknum. Hann vildi ekki staðfesta að hann léki með Grindavík í 1. deildinni en þar lék Jóhann með Þór á síðasta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vantaði rétta hugarfarið

Jónas Guðni Sævarsson var fyrirliði Keflavíkur í gær. "Við vorum með hugann við bikarúrslitaleikinn um næstu helgi og því fór þetta svona. Þetta er klárlega ekki leikurinn sem við ætluðum að taka með okkur í þá baráttu. Það var ekkert að ganga hjá okkur og við þurfum að skoða hvað við ætlum að gera fyrir leikinn gegn KR," sagði Jónas Guðni eftir tapið gegn Breiðabliki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markmiðinu náð

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, tók við liðinu í fallsæti en náði því markmiði að halda liðinu uppi. Hann segir það óráðið hvort hann verði áfram. „Miðað við þessa niðurstöðu hef ég vissulega áhuga á því. Ég sest niður með stjórninni eftir helgi og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Ólafur, sem var ánægður með leik sinna manna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eigum heima í þessari deild

„Við höfum alltaf haldið í þá trú að við séum með lið sem eigi heima í úrvalsdeildinni,“ sagði miðjumaðurinn Arnar Grétarsson eftir sigur Breiðabliks í gær. „Við höfum verið að spila vel í undanförnum leikjum og fyrir hönd félagsins er ég mjög ánægður. Við erum með marga unga og efnilega leikmenn og framtíðin er björt.“

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við gefumst aldrei upp

Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með að hafa náð 2. sæti Landsbankadeildarinnar með jafnteflinu í gær. "Við vissum það að jafntefli nægði okkur og við gerðum það sem þurfti. Það stóð vissulega tæpt en ég hafði alltaf trú á mínum mönnum. Nú förum við í bikarúrslitin vitandi það að við erum öruggir í Evrópukeppnina og það léttir mikilli pressu af okkur," sagði Teitur eftir leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þakka FH-ingum kærlega fyrir

Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við áttum greinilega að falla

„Við höfum verið að bjóða hættunni heim síðustu ár og það er ekki þessi leikur hér sem fellir okkur. Þetta byrjaði mikið fyrr,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga, Óðinn Árnason, svekktur í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar skutust upp í fimmta sætið

Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafntefli við Man. Utd

Nýliðar Reading eru í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sex leiki en í gær gerði liðið 1-1 jafntefli á heimavelli sínum gegn Manchester United. Ívar Ingimarsson var að sjálfsögðu á sínum stað í vörninni hjá Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lyon talaði við Didier Drogba

Sóknarmaðurinn Didier Drogba hjá Chelsea sagði í viðtali við Daily Mirror að franska liðið Lyon hefði verið í sambandi við sig í sumar. Með komu Andriy Shevchenko til ensku meistarana var framtíð Drogba talin vera í óvissu og ræddu forráðamenn Lyon við Drogba án leyfis Chelsea.

Enski boltinn
Fréttamynd

Evrópa hefur góða forystu

Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley.

Golf
Fréttamynd

Bayern komst í efsta sætið

Bayern München komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja i Alemannia Aachen 2-1. Gestirnir komust yfir í leiknum en svo skoruðu Claudio Pizarro og Mark van Bommel og tryggðu Bayern stigin þrjú.

Fótbolti
Fréttamynd

Áhorfendametið slegið

Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla þetta sumarið en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í ár, eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra metið var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Er enn í fríi

Alan Curbishley segist ekki ætla að snúa aftur sem knattspyrnustjóri fyrr en í fyrsta lagi í lok október. Curbishley er 48 ára en hann hefur verið í fríi síðan fimmtán ára veru hans hjá Charlton Athletic lauk í lok síðasta tímabils. Hann er nú staddur á Nýja-Sjálandi en hann hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Leeds United og West Bromwich Albion að undanförnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þáttur BBC var eintómar nornaveiðar

Arsene Wenger hefur ekki mikið álit á vinnubrögðum manna í sjónvarpsþættinum Panorama sem sýndur var á BBC í vikunni og gerði allt vitlaust í ensku knattspyrnunni. Wenger líkir ásetningi framleiðandanna við nornaveiðar.

Enski boltinn