Erlendar

Fréttamynd

Ánægður með Eið Smára

Frank Rijkaard var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í gær þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á smáliði Badalona í fyrri viðueign liðanna í spænska bikarnum. Evrópumeistararnir þóttu ekki sýna nein glæsitilþrif í leiknum, en það var Eiður Smári sem gerði gæfumuninn með mörkum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

George Best á peningaseðil

Knattspyrnugoðið George Best hefur nú fengið þann mikla heiður að vera prentaður á peningaseðla á Norður-Írlandi sem gefnir verða út þegar eitt ár verður liðið frá andláti hans. Hér verður um að ræða takmarkað upplag af fimm punda seðlum þar sem mynd verður af honum í búningi Manchester United og Norður-Írlands.

Enski boltinn
Fréttamynd

Honduras vill ráða Maradona

Knattspyrnusambandið í Honduras átti fund með argentínska knattspyrnugoðinu Diego Maradona í gær þar sem þess var farið á leit við kappann að gerast landsliðsþjálfari. Maradona hefur ekki riðið feitum hesti frá þjálfarastörfum til þessa, en talsmaður knattspyrnusambandsins í Honduras telur að það myndi auka veg og virðingu landsins að fá jafn þekktan landsliðsþjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Southend - Man Utd verður í beinni á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn verður áfram með beinar útsendingar frá leikjum í ensku deildarbikarkeppninni og næsti leikur á dagskrá verður viðureign Southend og Manchester United þriðjudaginn 7. nóvember og daginn eftir verður leikur Birmingham og Liverpool sýndur beint.

Enski boltinn
Fréttamynd

Segir leikmönnum að sýna meiri hörku

Harðjaxlinn Dennis Wise er nú þegar farinn að setja svip sinn á lið Leeds United og er farinn að taka til í herbúðum liðsins, sem hefur gengið afleitlega í deildinni að undanförnu. Wise er búinn að skipta um fyrirliða og óskar eftir því við leikmann að þeir sýni sömu hörku og leikmenn liðsins voru þekktir fyrir hér áður fyrr.

Enski boltinn
Fréttamynd

Houston burstaði Miami

Átta leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en nú er smátt og smátt að færast meiri alvara í æfingaleikina þar sem deildarkeppnin byrjar eftir helgina. Houston Rockets burstaði meistara Miami Heat á útivelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV.

Körfubolti
Fréttamynd

Kewell spilar ekki á árinu

Meiðslaharmsaga miðjumannsins Harry Kewell hjá Liverpool virðist ekki ætla að taka enda, en þessi 28 ára gamli ástralski landsliðsmaður hefur sagt að hann reikni ekki með því að geta spilað á ný fyrr en snemma á næsta ári eftir að hafa gengist undir aðgerð á fæti og nára.

Enski boltinn
Fréttamynd

Er ekki að taka við West Ham

Umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Sven-Göran Eriksson segir ekkert hæft í þeim fréttum að Sven-Göran Eriksson verði næsti knattspyrnustjóri West Ham ef íranski milljarðamæringurinn Kia Joorabchian kaupi félagið á næstunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea og Aston Villa mætast í 4. umferð

Í gærkvöld var dregið í 4. umferð enska deildarbikarsins, þar sem næstu leikir fara fram 7.-8. nóvember nk. Englandsmeistarar Chelsea fengu heimaleik gegn Aston Villa og núverandi bikarmeistarar Manchester United sækja Southend heim.

Enski boltinn
Fréttamynd

Loftpúðanum var stolið úr nýja bílnum

Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta.

Fótbolti
Fréttamynd

Liðum fjölgað árið 2008?

Sænska knattspyrnusambandið hefur borið fram tillögu um að liðum í sænsku úrvalsdeildinni verði fjölgað úr fjórtán í sextán árið 2008. Málið hefur verið víða rætt og vill stór meirihluti innan hreyfingarinnar sem fjölgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Tímabilið hugsanlega búið

Kári Árnason á enn við meiðsli að stríða en hann meiddist í landsleik Lettlands og Íslands fyrr í mánuðinum. Hann hefur ekkert leikið með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni síðan þá og missti af leik liðsins gegn Örgryte í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill fá Zlatan í næsta leik

Roland Andersson, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að óskað yrði eftir því að Zlatan Ibrahimovic kæmi í sænska landsliðið á nýjan leik fyrir næsta leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Miami - Houston í beinni

Það verður sannkallaður toppleikur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni í kvöld en annað kvöldið í röð eru það meistarar Miami sem verða í eldlínunni og að þessu sinni tekur liðið á móti Houston Rockets. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti og er hér um að ræða æfingaleik. Deildarkeppnin hefst svo á fullu um mánaðamótin þar sem tveir leikir verða sýndir beint á hverju kvöldi fyrstu vikuna af tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Eiður Smári tryggði Barcelona sigurinn

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði bæði mörk Barcelona í kvöld þegar liðið lagði smálið Badalona 2-1 á útivelli í spænska bikarnum en leikurinn var spilaður á gervigrasi. Eiður skoraði á 62. og 76. mínútu og gerði út um leikinn, en heimamenn minnkuðu reyndar muninn undir lokin með marki úr vítaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lauren spilar ekki fyrir áramót

Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir að bakvörðurinn Lauren verði líklega ekki með liði Arsenal á ný fyrr en á nýju ári, en þessi fyrrum kamerúnski landsliðsmaður hefur ekki komið við sögu hjá Lundúnaliðinu síðan í janúar vegna hnémeiðsla.

Enski boltinn
Fréttamynd

United lagði Crewe eftir framlengdan leik

Manchester United þurfti á öllu sínu að halda í kvöld þegar liðið lagði Crewe 2-1 á útivelli eftir framlengdan leik í deildarbikarnum. Leikurinn var sýndur beint á Sýn í kvöld og það var Ole Gunnar Solskjær sem skoraði fyrsta markið fyrir United en Crewe jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo unglingurinn Kieran Lee sem tryggði United sæti í næstu umferð með því að skora sigurmarkið undir lok framlengingar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Inter burstaði Livorno

Heil umferð var á dagskrá í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Efsta liðið Inter Milan vann auðveldan 4-1 sigur á Livorno þar sem Ibrahimovic, Cruz og Materazzi skoruðu fyrir meistarana en fyrsta mark liðsins var raunar sjálfsmark.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool marði Reading

Nú er leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum að ljúka, en leikur Crewe og Manchester United er í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Liverpool vann nauman sigur á baráttuglöðu liði Reading 4-3 eftir að hafa komist í 3-0 og 4-1 í leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

United hefur nauma forystu gegn Crewe

Manchester United hefur 1-0 forystu gegn Crewe þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var norska markamaskínan og fyrirliðinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði mark gestanna á 26. mínútu, en heimamenn hafa ef eitthvað er fengið fleiri færi en úrvalsdeildarliðið það sem af er leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekki á leið til Aston Villa

Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur vísað á bug orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi um að hann væri á leið til Aston Villa þar sem fyrrum stjóri hans hjá Celtic er nú við stjórnvölinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Emil skoraði fyrir Malmö

Emil Hallfreðsson skoraði mark Malmö í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Östers í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá skyldu Örgryte og Djurgarden jöfn 1-1 þar sem Sölvi Geir Ottesen spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Djurgarden.

Fótbolti
Fréttamynd

Ásthildur tilnefnd sem framherji ársins

Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir sem leikur með Malmö í Svíþjóð er ein þriggja kvenna sem tilnefndar eru sem framherji ársins í sænsku knattspyrnunni. Ásthildur átti frábært tímabil með liði sínu í ár og hefur raunar skorað fleiri mörk en þær Victoria Svensson og Lotta Schelin sem einnig eru tilnefndar þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki tilbúinn að fyrirgefa Zidane strax

Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn ekki vera tilbúinn til að fyrirgefa Zinedine Zidane fyrir að skalla sig í úrslitaleik HM í sumar. Hann segir þó að eflaust muni hann gera það í framtíðinni ef rétt tækifæri gefst.

Fótbolti
Fréttamynd

Sonur Schumacher efnilegur

Þýska dagblaðið Express í Cologne segir að þó nú sé aðeins einn Schumacher að keppa í Formúlu 1, gæti það átt eftir að breytast í framtíðinni því sjö ára gamall sonur Michael Schumacher sé mikið efni.

Formúla 1
Fréttamynd

Shaq kemur lögreglu til aðstoðar

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat er í síauknum mæli farinn að starfa sem lögreglumaður, en í fréttir frá Bandaríkjunum í gær herma að hann hafi verið til aðstoðar í misheppnaðri innrás í hús í Virginíufylki í síðasta mánuði.

Körfubolti
Fréttamynd

Ætlar að auglýsa í Formúlu 1

Ramon Calderon segist hafa áform uppi um að gera auglýsingasamning við ónefnt keppnislið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili, þar sem bíllinn verði þakinn auglýsingum frá spænska knattspyrnufélaginu. Hann segist óska þess heitt að þessi bíll komi fyrstur í mark, því kappaksturinn fer sem kunnugt er fram í borg erkifjendanna - Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn fækkar áhorfendum á Ítalíu

Svo virðist sem knattspyrnuáhugamenn á Ítalíu séu að snúa baki við keppni í A deildinni þar í landi ef marka má nýlega könnun blaðsins Gazzetta dello Sport, en sigur Ítala á HM í sumar hefur ekki komið í veg fyrir að áhorfendatölur í deildinni hafa lækkað níunda keppnistímabilið í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrósar stjóra Crewe í hástert

Sir Alex Ferguson segist dást að trygglyndi knattspyrnustjóra Crewe fyrir það trygglindi og þjónustu sem hann hefur sýnt félagi sínu, en leikur Crewe og Manchester Unted verður einmitt sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:30.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dyer er í hópnum hjá Newcastle

Meiðslakálfurinn Kieron Dyer verður í leikmannahópi Newcastle sem mætir Portsmouth í enska deildarbikarnum í kvöld og ef hann kemur við sögu í leiknum verður það fyrsti leikur hans í hálft ár. Dyer hefur verið meiddur á læri síðan í apríl.

Enski boltinn