Mál Jeffrey Epstein

Fréttamynd

Standa fast á því að undir­skriftin sé ekki Trumps

Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð.

Erlent
Fréttamynd

Opin­bera bréf Trumps til Epsteins

Afrit af bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk að gjöf frá vinum sínum þegar hann varð fimmtugur árið 2003 er komið í hendur þingmanna. Bókin inniheldur meðal annars bréf og teikningu frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að bréfið, sem hann skrifaði undir, sé ekki raunverulegt.

Erlent
Fréttamynd

Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana

Bandarískir þingmenn þurfa að lyfta grettistaki þegar þeir mæta til vinnu í dag eftir sumarfrí og hafa takmarkaðan tíma til þess. Núgildandi fjárlög gilda eingöngu út þennan mánuð og til að samþykkja ný munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá Demókrötum í öldungadeildinni.

Erlent
Fréttamynd

Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina

Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur stefnt dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Formaður nefndarinnar, James Comer, vill þannig koma höndum yfir „öll skjöl eða gögn“ sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum.

Erlent
Fréttamynd

„For­setinn var aldrei ó­við­eig­andi við neinn“

Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamaður og samverkakona Jeffrey Epstein, segist aldrei hafa séð Donald Trump hegða sér ósæmilega og segir Epstein-skjölin ekki til. Þetta kemur fram í afriti sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti af viðtali sem var tekið við Maxwell í júli.

Erlent
Fréttamynd

Melania Trump hótar lög­sókn á hendur Hunter Biden

Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að birta dómsskjöl og gagn­rýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik

Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins.

Erlent
Fréttamynd

Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins

Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell flutt í þægi­legra fangelsi

Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.

Erlent
Fréttamynd

„Hann stal henni“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa.

Erlent
Fréttamynd

Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell biðlar til Hæsta­réttar

Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið.

Erlent
Fréttamynd

Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt.

Erlent
Fréttamynd

Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn

Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna.

Erlent
Fréttamynd

Epstein mætti í brúð­kaup Trumps

Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993.

Erlent
Fréttamynd

Óska eftir því að vitnis­burður um Epstein verði opin­beraður

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði.

Erlent
Fréttamynd

Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump

Elon Musk segist nú sjá eftir sumum þeirra færslna sem hann setti á samfélagsmiðil sinn, X, í síðustu viku. Þar fór hann ófögrum orðum yfir nýtt fjárlagafrumvarp Trump. Hann sagði það „viðurstyggilegan hrylling“ og sagði Repúblikana, flokksmenn Trump, eiga að skammast sín.

Erlent
Fréttamynd

Hótar Musk al­var­legum af­leiðingum styðji hann Demó­krata

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni.

Erlent