Verslun

Fréttamynd

Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag

Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Nýta tóm verslunarrými í miðborginni til að sýna hönnun í gegnum glugga

Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun núna í tilefni HönnunarMars sem lýkur í dag. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina hefur vegfarendum verið boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar.

Lífið
Fréttamynd

Bónus oftast með lægsta verðið

Hæsta verðið á matvöru er í flestum tilvikum að finna í Krambúðinni samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ en verð Krambúðarinnar var það hæsta í 51 af 121 tilviki sem skoðað var.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagar áttu ekki for­kaups­rétt á Korpu­torgi

Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs.

Innlent