Jóhanna tekur við Banönum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2021 16:46 Jóhanna segist full tilhlökkunar vegna nýja starfsins. Aðsend Jóhanna Þ. Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfélags Haga hf.. Hún tekur við starfinu af Kjartani Má Friðsteinssyni. Í tilkynningu frá Högum segir að Jóhanna hafi víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun, einkum á sviði aðfangastýringar, rekstri vöruhúsa og innkaupa. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ehf. sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins. Áður vann hún hjá Distica, Bláa Lóninu og Össuri. Jóhanna er með B.Sc. gráðu frá Tækniháskóla Íslands og hefur lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna mun hefja störf á næstu vikum. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir sérlega ánægjulegt og feng fyrir Banana og Haga að fá Jóhönnu til liðs við sterkan hóp. „Jóhanna býr að víðtækri reynslu á sviðum sem skipta sköpum í okkar rekstri, sérstaklega tengt stjórnun aðfangakeðju, gæðamálum og uppbyggingu framúrskarandi þjónustuframboðs. Þá hefur Jóhanna mikla reynslu í bættri nýtingu í aðfangastýringu með tæknilausnum og mun sú reynsla nýtast félaginu vel í komandi verkefnum. Eftirspurn eftir ferskvöru á borð við grænmeti og ávexti hefur aukist verulega undanfarin ár og svo verður áfram. Við sjáum mikil tækifæri í að efla enn frekar þjónustuframboð Banana en með því höldum við áfram að uppfylla þarfir viðskiptavina, sem og að stuðla að sjálfbærni og betri lýðheilsu. Við bjóðum Jóhönnu sérstaklega velkomna í teymið." Jóhanna segist full tilhlökkunar. „Bananar eru glæsilegt fyrirtæki sem með sérlega góðu framboði af ávöxtum og grænmeti af bestu gæðum gegnir mikilvægu hlutverki í lýðheilsu landsmanna. Áhugi neytenda og almenn neysla á grænmeti og ávöxtum hefur verið að aukast undanfarin ár og mun sú þróun að öllum líkindum halda áfram. Ég er því afar spennt fyrir verkefninu og þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt til þess að leiða fyrirtækið inn í framtíðina, en byggja um leið á þeim trausta grunni sem til staðar er. Ég hlakka mikið til þess að hefja störf á næstu vikum." Bananar ehf. eru stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjóna stórum og kröfuhörðum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum og mötuneytum. Bananar eru dótturfélaga Haga hf. Vistaskipti Verslun Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Í tilkynningu frá Högum segir að Jóhanna hafi víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun, einkum á sviði aðfangastýringar, rekstri vöruhúsa og innkaupa. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ehf. sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins. Áður vann hún hjá Distica, Bláa Lóninu og Össuri. Jóhanna er með B.Sc. gráðu frá Tækniháskóla Íslands og hefur lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna mun hefja störf á næstu vikum. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir sérlega ánægjulegt og feng fyrir Banana og Haga að fá Jóhönnu til liðs við sterkan hóp. „Jóhanna býr að víðtækri reynslu á sviðum sem skipta sköpum í okkar rekstri, sérstaklega tengt stjórnun aðfangakeðju, gæðamálum og uppbyggingu framúrskarandi þjónustuframboðs. Þá hefur Jóhanna mikla reynslu í bættri nýtingu í aðfangastýringu með tæknilausnum og mun sú reynsla nýtast félaginu vel í komandi verkefnum. Eftirspurn eftir ferskvöru á borð við grænmeti og ávexti hefur aukist verulega undanfarin ár og svo verður áfram. Við sjáum mikil tækifæri í að efla enn frekar þjónustuframboð Banana en með því höldum við áfram að uppfylla þarfir viðskiptavina, sem og að stuðla að sjálfbærni og betri lýðheilsu. Við bjóðum Jóhönnu sérstaklega velkomna í teymið." Jóhanna segist full tilhlökkunar. „Bananar eru glæsilegt fyrirtæki sem með sérlega góðu framboði af ávöxtum og grænmeti af bestu gæðum gegnir mikilvægu hlutverki í lýðheilsu landsmanna. Áhugi neytenda og almenn neysla á grænmeti og ávöxtum hefur verið að aukast undanfarin ár og mun sú þróun að öllum líkindum halda áfram. Ég er því afar spennt fyrir verkefninu og þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt til þess að leiða fyrirtækið inn í framtíðina, en byggja um leið á þeim trausta grunni sem til staðar er. Ég hlakka mikið til þess að hefja störf á næstu vikum." Bananar ehf. eru stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjóna stórum og kröfuhörðum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum og mötuneytum. Bananar eru dótturfélaga Haga hf.
Vistaskipti Verslun Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent