Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Valitor komið á réttan kjöl eftir heljarinnar átak í miðjum heimsfaraldri

Viðamikil endurskipulagning á Valitor kom greiðslumiðlunarfyrirtækinu á réttan kjöl eftir áralangan taprekstur. Herdís Dröfn Fjeldsted, sem lætur af störfum um næstu mánaðamót, segir að sala á erlendri starfsemi, veruleg hagræðing á öllum sviðum og markviss stefnumótun hafi lagt grunninn að farsælli umbreytingu á rekstrinum.

Innherji
Fréttamynd

Segir Norður-Kóreu vera lausa við Co­vid-19

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Biden búinn að losna við Covid, aftur

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest.

Erlent
Fréttamynd

Biden aftur með Covid

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mældist aftur jákvæður fyrir Covid-19 í dag. Hann þarf því að fara í fimm daga einangrun að nýju, aðeins þremur dögum eftir að hann fékk neikvætt próf og yfirgaf einangrun.

Erlent
Fréttamynd

Djammið enn með Co­vid-ein­kenni

Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjör á faraldri og sóttvörnum

Samfélagið var fljótt að snúa sér að öðru þegar öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum var aflétt í febrúar. Í tvö lýjandi ár hafði faraldurinn heljartak á umræðunni og þjóðfélagið var undirorpið ákvörðunum embættismanna sem höfðu skyndilega fengið vald til að segja af eða á. En þrátt fyrir að veiran sjálf sé horfin úr sviðsljósinu væru mikil mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar horfur eru á því að uppsafnaður halli ríkissjóðs fram til ársins 2027 muni nema þúsund milljörðum króna verður ekki komist hjá uppgjöri á sóttvarnaaðgerðum.

Umræðan
Fréttamynd

Biden með Covid

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum.

Erlent
Fréttamynd

Druslu­gangan haldin á ný

Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgun endur­smita sýni fram á dvínandi vernd

Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetning skiptir máli þegar Tuchel skoðar nýja leikmenn

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er án tveggja miðjumanna á undirbúningstímabili Chelsea í Bandaríkjunum, þeirra N’Golo Kante og Ruben Loftus-Cheek, vegna þess að leikmennirnir eru ekki bólusettir fyrir Covid-19. Óbólusettir mega ekki ferðast til Bandaríkjanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Tuttugu ára gamall Inni­púki snýr aftur eftir tveggja ára fjar­veru

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen.

Lífið
Fréttamynd

Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði

Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Annað á­fall Hollendinga: Sú marka­hæsta með veiruna

Það ætlar ekki af Hollendingum að ganga á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Í fyrsta leik mótsins meiddist aðalmarkvörður liðsins, sem er einnig fyrirliði. Hún verður ekki meira með og nú er ljóst aðVivianne Miedema, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins missir að lágmarki af næsta leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjögur Covid-19 smit á EM

Þýska landsliðskonan Lea Schüller greindist í dag með Covid veiruna og er því komin í einangrun og mun missa af næstu leikjum Þýskalands á EM. Er hún fjórði leikmaðurinn á EM með staðfest smit.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilavítum Macau lokað vegna kórónuveirunnar

Yfirvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Macau hafa ákveðið að loka öllum spilavítum á eyjunni í fyrsta sinn í rúm tvö ár til að reyna að hafa hemil á nýrri bylgju kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Controlant fengið 24 milljarða greidda fyrirfram frá lyfjarisanum Pfizer

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, er með samkomulag við bandaríska lyfjarisann sem hefur tryggt félaginu verulegar fyrirfram innheimtar tekjur. Í árslok 2021 námu slíkar tekjur tengdar samningum við Pfizer um 174 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna, og koma þær að mestu inn í reksturinn á þessu ári og því næsta.

Innherji
Fréttamynd

Losa sig við Covid-ketti

Kattholt er nærri fullt af heimilislausum köttum og hefur þeim fjölgað þar mikið að undanförnu. Rekstrarstjórinn segir kettina dvelja lengur en áður og eftirspurnina minni.

Innlent