Félagasamtök

Fréttamynd

Allir samningar í höfn til að koma upp neyslurými í Borgar­túni

Ekkert er því til fyrirstöðu að koma upp neyslurými í Borgartúni, eins og stefnt hefur verið að um nokkra hríð. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum segir aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Þetta sé því mikið fagnaðarefni.

Innlent
Fréttamynd

Saka for­mann fyrr­verandi stjórnar um að eyði­leggja MÍR

Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Halda á­formum um fram­tíð MÍR til streitu eftir dóm

Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma böndum á bók­hald trú­fé­laga

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Innlent
Fréttamynd

Bjarnheiður hættir sem for­maður SAF

Bjarnheiður Hallsdóttir mun láta af störfum sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar eftir sex ára setu. Félagsmenn samtakanna kusu nýja stjórn á aðalfundi á fimmtudaginn. 

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki leggja fé­lagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Lög­skipaður gamlingja­aldur kylfinga er 73 ára

Talsverð umræða hefur farið fram um það í þjóðfélaginu hvort færa eigi ellilífeyrisaldurinn upp í 70 ára, úr 67. Nú er spurt er hvort golfklúbbar landsins hafi tekið fram úr hinu opinbera með að hækka rána. Því þar teljast þeir gömlu vera 73 ára og eldri.

Sport
Fréttamynd

Virkjum krafta frjálsra fé­laga­sam­taka

Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk vill völd

Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta.

Skoðun
Fréttamynd

Vill verða for­maður FEB

Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri DAS, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). Aðalfundur félagsins sem fram fer hinn 21. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Kammer­músíkkúbburinn í kröggum

Meðan kvikmyndin Fullt hús gengur fyrir ... fullu húsi, en þar er fjallað um kammersveit sem sér sæng sína uppreidda vegna þess að borgin hættir að styrkja hana, er Kammermúsíkklúbburinn í nákvæmlega þeirri sömu stöðu.

Tónlist
Fréttamynd

For­maður og ritari Fé­lags leið­sögu­manna segja af sér

Formaður og ritari Leiðsagnar - Félags Leiðsögumanna, Jóna Fanney Friðriksdóttir og Dóra Magnúsdóttir, hafa sagt af sér vegna þeirrar ólgu sem hefur geisað innan stjórnar félagsins frá því í október þegar stjórnarmeðlimir kröfðust afsagnar formanns.

Innlent
Fréttamynd

Opna þjónustu­mið­stöð fyrir Grind­víkinga í Reykja­nes­bæ

Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17.

Innlent
Fréttamynd

Segja Hjálmar stað­festa trúnaðar­brest með öðrum orðum

Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er gert í sátt við Sorpu“

Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum.

Innlent