Breiðablik

Fréttamynd

Um­fjöllun: Höttur - Breiða­blik 91-69 | Blikar frystir á Egils­stöðum

Höttur hafði tapað fjórum leikum í röð áður en sjóðandi heitt lið Breiðabliks kom í heimsókn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá hvort liðið var í 2. sæti þegar leikurinn hófst en Höttur vann sannfærandi sigur. Það voru -13 gráður úti og hinir sjóðheitu Blikar höndluðu það ekki

Körfubolti
Fréttamynd

Það er svo­lítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna

Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 93-51 | Breiðablik fékk skell með nýjan þjálfara

Fjölnir valtaði yfir Breiðablik í fyrsta leik Jeremy Smith sem tók við Breiðabliki eftir að Yngva Gunnlaugssyni var sagt upp störfum. Fjölnir fór hægt af stað og var þremur stigum undir eftir fyrsta fjórðung en tók síðan yfir leikinn í öðrum leikhluta og keyrði yfir Breiðablik það sem eftir var leiks. Fjölnir vann á endanum 42 stiga sigur 93-51. 

Körfubolti
Fréttamynd

Patrik til meistaranna

Færeyski fótboltamaðurinn Patrik Johannesen er genginn í raðir Breiðabliks frá Keflavík. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistaranna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Yngvi mun ekki klára tíma­bilið í Kópavogi

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið.

Körfubolti