ÍBV

Fréttamynd

Yfir­gengi­legur hug­taka­ruglingur að kalla þrettánda­skessuna of­beldis­hótun

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, segir yfirgengilegan hugtakarugling að kalla nafnbót þrettándaskessunnar í Eyjum rasisma eða ofbeldishótun. Hann segir athæfið skýrlega hafa verið dómgreindarlaust smekkleysi en ekki megi gengisfella hugtökin. Sema Erla Serdar segir Páli að líta sér nær.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig.

Handbolti
Fréttamynd

Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur

Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar.

Innlent
Fréttamynd

Tröll og forynjur

Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn haft sam­band við Eddu: „Þetta er búið og gert“

Stjórn ÍBV hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þrettándagleði sem fram fór síðastliðinn föstudag í Vestmannaeyjum. Gagnrýnin snýr að því að nafn Eddu Falak var ritað á tröll sem tók þátt í göngunni. Edda hefur lýst því yfir að hún upplifi atvikið sem ofbeldi og rasisma. Formaður ÍBV segir málið búið og gert og staðfesti að enginn hafi haft samband við Eddu vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

ÍBV biðst vel­virðingar á nafn­bót þrettánda­skessu í Eyjum

Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við meint hundrað milljóna lof­orð að­stoðar­manns

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Eyjamenn úr leik eftir tap í Prag

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir sjö marka tap gegn Dukla Prag í kvöld, 32-25. Eyjamenn unnu fyrri leik liðanna með einu marki og töpuðu því einvíginu samtals með sex marka mun.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV með dramatískan sigur í Prag

ÍBV vann nauman eins marks sigur á Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Lokatölur í Prag 34-33 þar sem sigurmarkið kom í síðustu sókn leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun, einnig ytra.

Handbolti