Fylkir

Fylkismenn bara með tvö stig og eitt mark samanlagt síðustu 62 daga
Fylkismenn sitja í fallsæti í Pepsi Max deild karla í fótbolta þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.

Umfjöllun og viðtöl: KA 2-0 Fylkir | KA í bullandi Evrópubaráttu
KA lagði Fylki að velli á Greifavellinum nú í dag. Lokatölur 2-0 en fyrra mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fylkir 5-0 | Fimm stjörnu sigur ÍBV gegn botnliði Fylkis
ÍBV hafði þegar bjargað sér frá falli á meðan Fylkir mun spila í Lengjudeildinni sumarið 2022. Það var því lítið annað en stoltið undir í leik kvöldsins.

Sjáðu þegar að Þór/KA felldi Fylki og öll mörk gærdagsins í Pepsi Max deild kvenna
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gær. Tindastóll heldur enn lífi í sinni fallbaráttu eftir 3-1 sigur á Selfossi, en sömu sögu er ekki að segja um Fylki sem er fallið úr deildinni eftir 2-1 tap gegn Þór/KA.

Rúnar Páll um leikina þrjá sem eftir eru hjá Fylki: Það eru úrslitaleikir framundan
Rúnar Páll Sigmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, en hann fær það verkefni að reyna að bjarga liðinu frá falli. Liðið hefur 16 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Fylkir á eftir að mæta KA, ÍA og Val.

Rúnar Páll tekinn við Fylki
Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Rúnar Pál Sigmundsson um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins.

Sjáðu hvernig Eyjakonur kváðu falldrauginn í kútinn og öll hin mörkin
ÍBV og Keflavík unnu afar mikilvæga sigra í botnbaráttu Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í gær. Staða Tindastóls er hins vegar orðin afar erfið.

„Ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug“
Margrét Magnúsdóttir, einn þjálfara Fylkis, segist svekkt að liðinu hafi ekki tekist að ná í þrjú stig er það gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Þrótt Reykjavík í kvöld. Hún segist þó nokkuð sátt með spilamennskuna.

Umfjöllun: Fylkir - Þróttur R. 1-1 | Eitt stig gerir lítið fyrir Fylkiskonur
Fylkir og Þróttur skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Fylkiskonur eru áfram í fallsæti og úrslit kvöldsins voru liðinu ekki hliðholl.

Fylkir búinn að hafa samband við Rúnar Pál
Fylkir hefur sett sig í samband við Rúnar Pál Sigmundsson í þeirri von að hann hafi áhuga á að taka við karlaliði félagsins í fótbolta. Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni var sagt upp störfum í dag.

Atli Sveinn og Ólafur látnir fara í Árbænum
Fylkir hefur sagt upp þeim Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni úr stöðu þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Fylkismenn féllu niður fallsæti í Pepsi Max-deildinni í gær.

Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni
Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld.

„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“
„Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Hildigunnur þrumaði yfir Fylki
Fylkir er áfram í fallsæti eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í Garðabæ í kvöld, þegar liðin eiga aðeins þrjá leiki eftir á tímabilinu. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn
Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs.

Sjáðu Brennuþrennuna og mörk systranna
Brenna Lovera skoraði þrennu fyrir Selfoss í 4-3 sigrinum gegn Fylki í Árbæ í gærkvöld og er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 3-4 | Lovera með þrennu í markaveislu í Árbæ
Selfoss vann 4-3 sigur á Fylki er liðin mættust á Würth-vellinum í Árbæ í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Selfoss fer upp að hlið Þróttar í þriðja sæti en Fylkir berst áfram fyrir lífi sínu í fallbaráttunni.

Lof og last: Frammistaða FH, Kristall Máni, tíu KR-ingar, hiti í Kórnum og síðari hálfleikur Fylkis
17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur vægast sagt mikið gengið á undanfarna tvo daga. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né.

Aron Snær óbrotinn en fékk heilahristing
Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, þurfti að fara af velli í 0-3 tapi Fylkis gegn Víkingum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu eftir harkalegan árekstur. Aron Snær er óbrotinn en fékk heilahristing og veit ekki hversu lengi hann verður frá.

Víkingarnir voru reiðir eftir tæklingu á Nikolaj Hansen: Vonandi ekki brotinn
Víkingar fögnuðu góðum sigri í Árbænum í gærkvöldi en urðu fyrir áfalli þegar Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar karla í fótbolta, fór meiddur af velli á 37. mínútu leiksins.

Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn
Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki
Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið.

Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum
Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld.

Dregið í átta liða úrslitin í Mjólkurbikarmörkunum í beinni í kvöld
Það verða ekki bara sýnt öll mörkin í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum í kvöld heldur kemur framhaldið í keppninni einnig í ljós.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg og eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Leikið var á Würth vellinum í Árbænum undir flóðljósunum og skapaðist fínasta stemmning á leiknum.

Ólafur Stígsson: Við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum
Fylkir lagði Hauka af velli 2-1 í kvöld á Würth vellinum í Árbæ. Leikið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og eru Fylkismenn komnir áfram í 8-liða úrslitin. Annar þjálfara Fylkis var ánægður með að komast áfram en fannst sínir menn ekki spila vel.

Missti af mikilvægum botnslag því hann var í brúðkaupi
Guðmundur Steinn Hafsteinsson var hvergi sjáanlegur er Fylkir heimsótti Keflavík í botnbaráttuslag í Pepsi Max deild karla. Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í fjarveru sóknarmannsins og sagði það vera „vegna persónulegra ástæðna.“

Áfall fyrir Fylki: Bryndís Arna viðbeinsbrotin og frá út tímabilið
Fylkir rær lífróður í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og gat því vart fengið verri fregnir en þær að aðalmarkaskorari liðsins, Bryndís Arna Níelsdóttir, hafi viðbeinsbrotnað og verði ekki meira með liðinu á leiktíðinni.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík
Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld.

„Ég sprakk í fyrri hálfleik“
Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár.