
Hlaup í Skaftá

Eldhraun skilar litlu vatni út í veiðiárnar
Skaftárhlaupinu kennt um að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri.

Fjárframlög vegna skemmda af hálfu náttúrunnar
Fjögur sveitarfélög og þrjár stofnanir fá fé frá ríkinu vegna óveðurs eða Skaftárhlaups.

Munurinn mælist í milljónum tonna
Magn flóðvatnsins sem ruddist til sjávar í síðasta Skaftárhlaupi er metið á milli 300 og 400 milljónir tonna. Flatarmál ketilsins mælist nú 7-10 ferkílómetrar en var fjórir ferkílómetrar þegar síðast hljóp árið 2010.

Ísland lifandi tilraunastofa í þrjú ár
Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt víðtækar jarðvísindarannsóknir á Íslandi um tæpar 850 milljónir króna. Yfir hundrað vísindamenn frá tíu löndum koma að verkefninu.

Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn
Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup.

Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið
Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli.

Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands
Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var.

Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups
Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna.

Skaftá hreif mælitæki Veðurstofunnar með sér
Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum.

Hættustigi vegna Skaftárhlaups aflétt
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa í samráði við vísindamenn ákveðið að aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups.

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Lifir brúin eða ekki?
Heilbrigðisvottorð á gæði brúarinnar yfir Eldvatn í Ásum verður gefið út síðdegis. Fjallað verður um málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2.

Jöklabreytingar ógna brú á hringveginum
Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast.

Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér
Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til.

Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið
Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum.

Veðurstofa varar við vatnavöxtum
Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt.

Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi
Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum.

Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu
Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni.

Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt
Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup.

Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni
Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið.

Hlaupið séð úr lofti - Myndir
Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955.

Möguleiki að brúin fari í hlaupinu
Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig.

Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni
Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni.

Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins
"Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.

„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“
Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun.

Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr
Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn.

„Við töldum þetta vera vað og ætluðum að keyra yfir það“
Bretarnir þrír sem sóttir voru með þyrlu í dag töldu hlaupið í Skaftá vera vað.

Vakta hringveginn í nótt
"Það hafa myndast töluvert stórar ár sem renna bæði til austurs og vesturs meðfram veginum.“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi.

Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2
Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.

„Vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta“
Gríðarlegt magn af vatni, aur og leðju flæðir nú um sveitir í Skaftárhreppi og segja bændur á svæðinu erfitt að meta hvert tjónið er.

Þyrlan sótti ferðamenn sem höfðu fest bíl sinn
TF-SYN hafði verið á flugi með fulltrúa almannavarna og tók fólkið með á leiðinni til baka.