Haukur Arnþórsson

Fréttamynd

Þarf Al­þingi að vera í ó­vissu?

Geta alþingismenn ekki lengur treyst því að breytingar sem þeir gera á frumvörpum hafi lagagildi? Spurt var að þessu á netinu í gær með orðunum „Þessi dómur skapar mikla lagaóvissu fyrir Alþingi þar sem nú er ekki ljóst hversu mikið má breyta lagafrumvörpum í nefndum Alþingis og svo virðist sem það geti orðið héðan í frá matsatriði dómara hverju sinni.“

Skoðun
Fréttamynd

Sækja óreiðumenn í flug­rekstur?

Ef boðið er flugfargjald, sem er aðeins brot af kostnaði við flugið, vakna forvitnilegar spurningar um hver borgar það sem á vantar og af hverju hann gerir það. Gerir farþeginn það alfarið sjálfur eins og hjá dæmigerðu lággjaldaflugfélagi, hluti af þjóðinni eða jafnvel öll þjóðin? Stóð ekki annars til að flugfélagið bæri sig?

Skoðun
Fréttamynd

Myndu H-HH-HHH (hægri) og V-VV-VVV (vinstri) breyta stjórn­málunum?

Hvað með að sameinast um stefnu sem næði árangri? Annars vegar hægrið og hins vegar vinstrið. Til að takast á við áskoranir – framþróun þjóðfélagsins á eigin grunnhugmyndum – í stað þess að horfa lamaðir hver á annan og segja kjósendum að meginhlutverk þeirra sé að gera málamiðlanir? Sem hafa þó að mestu stöðvast hjá núverandi þjóðstjórn.

Skoðun
Fréttamynd

Til stuðnings Krist­rúnu Frostadóttur

Nú býðst sósíaldemókrötum og vinstri mönnum að sameinast um ábyrga stefnu í útlendingamálum – og fleiri málum. Ekki er óhugsandi að einhverjum hafi þótt mál til komið.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju Helgu Þóris­dóttur?

Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­föld greining á vald­sviði for­seta

Löggjafarvald forsetans tekur til málskotsréttarins, heimildar til útgáfu bráðabirgðalaga – og formsatriða við stjórnarmyndun, stjórnarslit, þingsetningu og þingrof. Ráðherrar fara með framkvæmdarvald forsetans.

Skoðun
Fréttamynd

Gengur hægrið af göflunum?

Í nýjasta tbl. af The Economist (17.– 23. febr. 2024), er góð samantekt um „þjóðernisíhaldið“ (e. national conservatism)

Skoðun
Fréttamynd

Gambítur Svan­dísar

Svandís Svavarsdóttir stillir Kristrúnu í Samfylkingunni og Sjálfstæðismönnunum upp við vegg – og býðst til að leiða og sameina vinstri menn með atkvæðakaupum úr ríkissjóði, vinsælu broti á einni af grundvallareglum vestrænna samfélaga og ákvörðun um áframhaldandi setu í embætti – sem allt færir siðferði stjórnmálanna aftur um áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­sýslu­á­kvörðun veldur af­sögn

Fram kom hjá stjórnmálafræðingum í fjölmiðlum í gær (10. okt. 2023) að þeir teldu úrskurð Umboðsmanns Alþingis um vanhæfi fjármála- og viðskiptaráðherra við sölu í hlut ríkisins í Íslandsbanka veikt tilefni til afsagnar. Þarna skín í gegn hin landlæga áhersla á að úrlausnarefni í opinberu lífi séu leyst sem stjórnmálaleg mál – en ekki sem stjórnsýslumál.

Skoðun
Fréttamynd

Er ís­lenskan í hættu?

Rökstyðja má að íslenskan standi tiltölulega sterkt - miðað við önnur tungumál. Hræðslan um íslenskuna er hins vegar stórvarasöm.

Skoðun
Fréttamynd

Rannsókn og ákvörðun

Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind og lýð­ræði

Öflugustu möguleikar gervigreindarinnar eru líklegir til að gefa mannkyninu mest – eins og hingað til hefur verið með nýjungar upplýsingatækninnar. Sá sem þetta ritar hefur kynnst þremur meginbyltingum tölvutækninnar: fyrst tengsla-gagnagrunnunum á níunda áratugnum, síðan veftækninni á þeim tíunda og félagsmiðlum undir 2010.

Skoðun
Fréttamynd

Hver ber á­byrgð á mennta­málum?

Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið?

Skoðun
Fréttamynd

Um kristna menningu (hug­leiðingar um jól)

Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv.

Skoðun
Fréttamynd

Dýr­mætustu gögnin

Myrkur leikur um lífsýni og gögn sem aflað er í faraldrinum, enginn veit hvert þau fara, á grundvalli hvaða heimilda þeirra er aflað, til hvers þau verða notuð og þau virðast hvorki afturkallanleg né notkun þeirra kæranleg. Stjórnvöld og rannsóknarstofnanir eru í Villta Vestrinu.

Skoðun
Fréttamynd

Frá ábyrgðarleysi til ábyrgðar

Krafa almennings um að stjórnmálamenn axli ábyrgð er afdráttarlaus og fólk virðist ekki sætta sig við að fyrstu skrefin í þá átt séu ekki tekin í landsréttarmálinu.

Skoðun
Fréttamynd

Aðild almennings að sameiginlegum málum

Aukin krafa almennings um aðild að samfélagslegri stefnumörkun er mögulega langtímaþróun sem hófst fyrir um 30 árum með tilkomu einkatölva og netsins. Eins og önnur hægfara þróun bar lengi lítið á henni, en á ákveðnum tímapunkti fer hún yfir þröskuld, verður sýnileg og ekki verður framhjá henni gengið.

Skoðun
Fréttamynd

Gömlu stjórnmálin fá rautt ljós

Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 93% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki einn háskóla eða spítala

Fram hafa komið raddir um að sameina þyrfti háskóla á Íslandi í einum skóla. Hugmyndir af þessu tagi koma oftar og oftar fram og á fjölmörgum sviðum, svo sem að reka eigi bara einn spítala á landinu. Og vissulega er einhvers konar afturhvarf frá NPM (Nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með áherslu á dreifstýringu) í gangi hér á landi, þannig að menn keppast um yfirboð sem ganga gegn lausnum þeirrar stefnu. Nú eru það stóru einingarnar sem heilla.

Skoðun
Fréttamynd

Endurnýja þarf stjórnsýsluna

Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is).

Skoðun
Fréttamynd

Leiðrétting

Eftir andmæli stjórnlagaráðsfulltrúa gegn fullyrðingum mínum, m.a. í Kastljósi um áhrif tillagna stjórnlagaráðs á stöðu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins við ákvarðanatöku á vegum ríkisins, hef ég yfirfarið útreikninga mína.

Skoðun
Fréttamynd

Tillaga stjórnlagaráðs. Segjum nei

Við lifum á tímum Internetsins. Ekki síst Íslendingar sem hafa samkvæmt mælingum leitt netaðgengi og netnotkun í heiminum í áratugi. Reikna má með að áhrif netsins á stjórnmál séu meiri hér á landi en annars staðar. Til góðs eða ills.

Skoðun
Fréttamynd

Um neteinelti

Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London.

Skoðun
Fréttamynd

Alþjóðavæðing netsins

Það liggur í loftinu ný menning. Forstjórar leiðandi fyrirtækja stíga niður úr stólum sínum og eiga lárétt samskipti við starfsfólk sitt og viðskiptavini. Þeir styrkja stöðu fyrirtækja sinna á félagstengslum á félagsmiðlum, þeir virkja hugvit og hugarflug starfsfólks síns til að ná árangri og hlúa að ímyndum vöru, vörumerkja og þjónustu með aðferðum netsins. Og þeir nota tölvuleiki, (tilbúnar) persónur og önnur úrræði netsins til þess að tengjast réttum félagshópum á netinu. Jafnræði og félagsauður virðast handan við hornið.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2