
Fréttir ársins 2021

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins
Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Ásta, Sindri og Arnar tilnefnd í flokknum Kaupmaður ársins
Ásta Fjeldsted í Krónunni, Sindri Snær Jensson í Húrra og Arnar Sigurðsson í Santé eru þrjú tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Kaupmaður ársins. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi.

Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum
Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli.

John Snorri reyndi hið fáránlega til að takast hið ómögulega
„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngukappa. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg.

Svona var djammið á öðru ári veirunnar
Desember er genginn í garð og fréttastofan hefur að rifja upp árið með nýju sniði. Við byrjum á máli málanna: Raunum (aðallega) unga fólksins við að halda í djammvonina á tímum þar sem allt virtist blása á móti.

Messi valinn bestur í heimi í sjöunda sinn
Argentínumaðurinn Lionel Messi var í kvöld valinn besti leikmaður heims en tilkynnt var um handhafa Gullknattarins, Ballon d'or ársins 2021 í kvöld. Er þetta í sjöunda sinn sem Messi vinnur verðlaunin.

Putellas valin best í heimi
Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna.