Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

Úti­lokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það mikið högg ef Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á HM í næsta mánuði. Hann er samt ekki tilbúinn að útiloka þátttöku hans á mótinu. 

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi ekki með á HM

Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon mun ekki geta tekið þátt á HM með íslenska landsliðinu í næsta mánuði sökum meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi.

Handbolti
Fréttamynd

„Lang­stærsti búninga­samningur sem HSÍ hefur gert“

Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðin spila í Adidas næstu árin

Íslensku handboltalandsliðin spila í búningum frá Adidas næstu árin. Handknattleikssamband Íslands hefur skrifað undir samning við þýska íþróttavöruframleiðandann. 

Handbolti
Fréttamynd

Elliði segir HM ekki í hættu

Elliði Snær Viðarsson, fremsti línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, segir ekki hættu á því að hann missi af HM í janúar þó að hann glími nú við meiðsli.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Þor­steinn Leó Gunnars­son, hefur stimplað sig inn í at­vinnu­mennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þor­steinn, sem minnti ræki­lega á sig með skotsýningu í lands­leik Ís­lands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í at­vinnu­mennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfir­standandi tíma­bil frá Aftur­eldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þor­geir ekki með gegn Georgíu

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Georgíu ytra í undankeppni EM 2026 á sunnudaginn kemur. Gísli er að glíma við meiðsli.

Handbolti
Fréttamynd

Galdraskot Óðins vekur at­hygli

Íslenski landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson er skotmaður góður og hefur sýnt það og sannað margoft inn á handboltavellinum, bæði með félagsliðum og landsliðum.

Handbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Fegurðin í því frum­stæða

Grípa, upp, skjóta og BÚMM! Aftur og aftur og aftur. Stundum er fegurðin fólgin í því frumstæða, handboltanum í sinni hráustu mynd. Þorsteinn Leó Gunnarsson minnti okkur á það í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri missir ekki svefn, enn­þá

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll.

Handbolti
Fréttamynd

„Þessi vika er gríðar­lega mikil­væg“

„Alltaf mjög gaman að koma heim, hitta strákana og spila fyrir Ísland. Það er alltaf geggjað,“ sagði Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta og Melsungen í Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Eldamennskan stærsta á­skorunin

Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá.

Handbolti
Fréttamynd

„Vel liðið eftir minni eigin sann­færingu og fylgi því“

Ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta kemur bráðum saman og hefur keppni í undan­keppni Evrópu­mótsins 2026. Augu liðsins eru þó einnig á undir­búningi fyrir næsta stór­mót. Sjálft heims­meistara­mótið í janúar Þeir fáu dagar sem liðið fær saman á næstu mánuðum eru mikil­vægir og segir Snorri Steinn Guð­jóns­son, lands­liðs­þjálfari hug sinn vafa­laust á öðrum stað en hugur leik­manna á þessum tíma­punkti. Snorri gerir eina stóra breytingu á hópi Íslands. Sveinn Jóhannsson fær tækifærið í línumannsstöðunni. Reynsluboltinn Arnar Freyr Arnarsson þarf að sitja eftir heima.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er bara byrjunin“

Dagur Árni Heimisson og félagar hans í íslenska U-18 ára landsliðinu í handbolta enduðu í 4. sæti á EM í Svartfjallalandi. Dagur var valinn í úrvalslið mótsins og stefnir á toppinn í handboltanum.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur Árni í liði mótsins á EM

Ísland átti fulltrúa í stjörnuliði Evrópumóts U18-landsliða karla í handbolta sem lauk í Svartfjallalandi í dag, því Dagur Árni Heimisson var valinn sem leikstjórnandi liðsins.

Handbolti