Tónleikar á Íslandi

Fréttamynd

Bríet olli von­brigðum

Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn.

Gagnrýni
Fréttamynd

Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára af­mæli

Einu sinni var glæpamaður. Hann réðst á afgreiðslumann í smábúð í Bandaríkjunum þegar enginn annar var þar og heimtaði peningana í kassanum. Hann varð hins vegar fyrir vonbrigðum, því seðlarnir voru ekki margir. Þá læsti hann afgreiðslumanninn í bakherbergi, og batt hann og keflaði. Svo afgreiddi hann sjálfur til að fá meira í kassann, allt þar til lögreglan yfirbugaði hann nokkrum klukkutímum síðar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Daði Freyr tekur stefnuna til Ís­lands eftir ára­tug úti

„Ég var meira jólabarn þegar ég var barn. Nú á ég tvö börn og þá snúast jólin eiginlega bara um þau,“ segir tónlistarmaðurinn og Eurovision stjarnan Daði Freyr. Daði virðist þó kominn í jólagírinn þar sem hann var að senda frá sér nokkrar jólaábreiður og stendur fyrir jólatónleikum í Gamla bíói í desember. Samhliða því stefnir fjölskyldan á að flytja aftur til Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Fred again í sal en ekki á sviði: „Orð­rómur sem við höfðum enga stjórn á“

Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið.

Tónlist
Fréttamynd

Heitasti plötu­snúður í heimi í Melabúðinni

Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Ást­kona njósnarans skildi eftir sig sjóð­heit bréf

Tónleikar Emilíönu Torrini í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið byrjuðu ekki vel. Upphitunin var í höndunum á finnska raftónlistarmanninum Jakko Eino Halevi; afhverju veit ég ekki. Kannski var það vegna þess að tónleikarnir voru svokallaðir „IA 24 partner event“, þ.e. tengdir Iceland Airwaves. Allir vita að það eru ekki alltaf jólin þar á bæ.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Hann kemur inn með al­ger­lega ein­stakt sánd“

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 

Lífið
Fréttamynd

Fagna tuttugu ára af­mæli og troða upp á Grund

Það er mikið um að vera hjá ástsælu hljómsveitinni Hjálmum. Þeir eru að senda frá sér nýtt lag sem heitir Vor og troða upp á tvennum Airwaves tónleikum á morgun, bæði á Grund og á Listasafni Reykjavíkur. 

Tónlist
Fréttamynd

Magnað að að­dá­endur flúri textana á sig

Í haust eru tíu ár frá því að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gaf út plötuna Heim og ætlar hann að flytja hana í heild sinni næstkomandi laugardagskvöld í Salnum í Kópavogi. Hann segir að margt hafi drifið á daga sína frá því að platan kom út en á plötunni flutti hann í fyrsta skiptið lög á móðurmálinu.

Lífið
Fréttamynd

Þriggja daga veisla með Skálm­öld í Hörpu

Skálmöld slær upp sannkallaðri stórveislu næstu helgi þegar sveitin spilar allar sex plötur sínar á þremur kvöldum í Hörpu. Sveitinni til halds og trausts verður kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri en annars mun tónlistin njóta sín í upprunalegri útgáfu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Komum í veg fyrir menningar­slys í fjár­lögum

Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi.

Skoðun
Fréttamynd

Frum­kvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember

Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho.

Lífið
Fréttamynd

Stappfullt á eina stærstu menningar­há­tíð ársins

Listahátíðin State of the Art fór fram í fyrsta sinn með pompi og prakt í síðustu viku. Á hátíðinni kenndi ýmissa grasa en þar komu fram Bríet, ADHD, Miguel Atwood-Ferguson, kammersveitin Elja og fleiri. Fjölbreyttir og óhefðbundnir viðburðir heilluðu mikinn fjölda fólks sem sótti hátíðina.

Menning
Fréttamynd

DIMMA var flott en ein­hæf

Þungarokkhljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún blés til tónleika, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og SinfoniuNord, í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir höfðu áður verið haldnir í Hofi á Akureyri í sumar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Af­hjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem fram fer dagana 7. til 9. nóvember næstkomandi hafa flett hulunni af því á hvaða dögum böndin munu spila á hátíðinni. Þá hafa tólf listamenn til viðbótar verið tilkynntir.

Tónlist
Fréttamynd

Maður þurfti ekki að vera skyggn

Þegar ég var óharðnaður unglingur átti ég vin sem var mikill áhugamaður um galdra. Ég var það reyndar líka, en hann kunni meira fyrir sér. Ég var nokkrum sinnum viðstaddur þegar hann framdi seið. Það voru skrýtnar seremóníur. Vinur minn notaði alls konar táknfræði, yfirleitt íslenskar rúnir til að skapa tengingu við æðri máttarvöld. Annarleg tónlist kom líka við sögu.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Höldum á­fram þangað til við erum dauðir“

Tuttugu og fimm ár liðin frá því að Magni Ásgeirsson gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól og af því tilefni blæs hljómsveitin til tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Hann segir þá munu halda áfram að spila fram á síðasta dag. 

Lífið