Tónleikar á Íslandi

Fréttamynd

Hótanir og reiði vegna ó­trú­legrar miða­sölu á Lauf­eyju

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

Tvö féllu í yfir­lið og allur varningur seldist upp

Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. 

Lífið
Fréttamynd

Folar fagna stór­af­mæli

Gísli Örn Garðarsson leikari og Herbert Guðmundsson tónlistarmaður standa á tímamótum í dag. Þeir fagna stórafmæli sínu hvor með sínum hætti. Annar í Brasilíu en hinn með nýbakaðri tebollu og því að gera það sem hann gerir best - að skemmta fólki.

Lífið
Fréttamynd

Boð­skapur jólaplötu Mariuh Carey eigi sjaldan betur við en nú

Kristján Hrannar Pálsson, organista og kórstjóra Grindavíkurkirkju, rak í rogastans þegar hann áttaði sig á dýpt jólaplötu tónlistarkonunnar Mariah Carey. Platan verður flutt á söfnunartónleikum fyrir fjölskyldur úr Grindavík sem haldnir verða næstkomandi miðvikudagskvöld í Bústaðakirkju. 

Tónlist
Fréttamynd

Varð fyrir ælu á Bagga­lút

Jólatónleikatímabilið er farið af stað með allri sinni gleði og einstaka uppkasti eins og gestur á tónleikum Baggalúts í Háskólabíó fékk að kynnast í gærkvöldi. Víða var tekið á því á köldu föstudagskvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Evrópuferðalagið í leka húsbílnum endar við Reykja­víkur­tjörn

Strákarnir í rokkhljómsveitinni Vintage Caravan leggja í kvöld lokahnykkinn á Evrópuferðalag sitt, á tónleikum í Iðnó. Óskar Logi Ágústsson segir að líklega muni hann leggjast í dá að kvöldinu loknu en segist spenntur fyrir því að fara loksins á svið fyrir íslenska áhorfendur.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: „Fram í rauðan dauðann“

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á myndbandi við lagið Fram í rauðan dauðann eftir tónlistarmanninn JóaPé. Lagið er að finna á samnefndri plötu en myndbandið er einnig hluti af stuttmynd sem JóiPé frumsýnir í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Þetta er Purrkur Pillnikk

Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi.

Lífið
Fréttamynd

Tónlistarveisla til heiðurs Agli Ólafs­syni

Fjölmennt var á tónleikum til heiðurs Agli Ólafs­syni í menn­ing­ar­hús­inu Hofi á Ak­ur­eyri liðna helgi. Þar var farið yfir glæstan tónlistarferil Egils með sérstakri áherslu á Þursaflokksárin.

Lífið
Fréttamynd

GusGus kom, söng og sigraði

Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“

Gagnrýni
Fréttamynd

Ástarlag til löngu strætóferðanna

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf.

Tónlist
Fréttamynd

Hvað stoltust af því að vera lesbía

„Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er hvað þekktust fyrir að vera meðlimur í tveimur stórum íslenskum hljómsveitum, Vök og GusGus.

Tónlist
Fréttamynd

Auður heldur tón­leika hér á landi í fyrsta sinn í rúm tvö ár

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, mun halda tónleika í Iðnó í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hérlendis frá því að hann dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum konum fyrir rúmum tveimur árum. 

Lífið
Fréttamynd

Syngja um sam­farir á eld­hús­borðinu

Lista- og poppteymið Kvikindi var að senda frá sér glænýtt lag sem ber þann ögrandi titil Ríða mér. Kvikindi hreppti nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins og kemur fram á tónlistarhátíðinni Airwaves í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta var hans ein­læga ósk“

„Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Skáluðu fyrir sorginni í Sky Lagoon

Einstök stemmning skapaðist á góðgerðartónleikunum, Sungið með sorginni, í Sky Lagoon í gærkvöldi þegar tónlistarfólkið Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson, Salka Sól Eyfeld, Karl Olgeirsson og DJ Dóra Júlía skemmtu gestum.

Lífið
Fréttamynd

Heimurinn að farast en maður tekur ekkert eftir því

Í fyrstu kvikmyndinni um Tortímandann, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, er atriði þar sem tónlist kemur við sögu. Ung kona með afskaplega hallærislega hárgreiðslu þess tíma, 1984, er að útbúa sér nætursnarl. Hún er í skýjunum eftir að hafa stundað villt kynlíf með kærasta sínum.

Gagnrýni