Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Á­rásir Ísraels­manna í Líbanon héldu á­fram í nótt

Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Styðjum mann­réttindi - Lærum af sögunni

Árás Ísraels á Gaza hefur afhjúpað stjórnvöld Vesturlanda. Ljóst er að stuðningur þeirra við þjóðarmorðið á Gaza og á Vesturbakkanum á rætur sínar í fortíð nýlenduríkjanna, ríkjanna sem fóru um heiminn rænandi og ruplandi - og kúguðu þjóðir Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Ísrael er afsprengi nýlenduveldanna, stofnað í krafti hugsjóna þeirra og hagsmuna.

Skoðun
Fréttamynd

Ísrael gerir loft­á­rásir á Jemen

Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 

Erlent
Fréttamynd

Fimm­tán látnir í nýjustu á­rásum Ísraelshers

Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás.

Erlent
Fréttamynd

Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hez­bollah

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran.

Erlent
Fréttamynd

Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah

Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togi Hezbollah allur

Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 

Erlent
Fréttamynd

Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna

Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum.

Erlent
Fréttamynd

Vinna að þriggja vikna vopna­hléi á milli Ísrael og Hez­bollah

Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. 

Erlent
Fréttamynd

Loft­á­rásum ætlað að undir­búa mögu­lega inn­rás

Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás.

Erlent
Fréttamynd

Enn einn leið­togi Hezbollah felldur

Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum.

Erlent
Fréttamynd

Um 500 látin í á­rásum Ísraela á Líbanon

Alls eru 492 nú látin í loftárásum Ísraela á Beirút í Líbanon. Þar af eru 35 börn og 58 konur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í Líbanon. Þá hafa 1654 særst í árásunum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 1.300 skotmörk síðasta sólarhringinn sem tengjast Hezbollah samtökunum.

Erlent
Fréttamynd

Fólk flýr Beirút undan mann­skæðum á­rásum Ísraela

Hundrað eru sagðir fallnir og hundruð særðir í hörðum árásum Ísraelshers á Líbanon. Ísraelsher hefur sagt íbúum í Suður-Líbanon að forða sér búi þeir nærri athafnasvæðum Hezbollah-samtakanna. Fólksflótti er skollinn á frá höfuðborginni Beirút.

Erlent
Fréttamynd

Segir að Hezbollah muni skilja skila­boðin

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Skiptast á eld­flaugum í massavís

Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Felldu marga leið­toga Hezbollah í einni á­rás

Talsmaður Ísraelshers segir að þó nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah-samtakanna hafi verið felldir í loftárás í Beirút í dag. Helsta skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil, einn af æðstu leiðtogum samtakanna sem sagður var hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þessa arms var ráðinn af dögum í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Felldu einn af leið­togum Hezbollah

Ísraelar gerðu í dag loftárás á fjölbýlishús í úthverfi Beirút en árásin er sögð beinast gegn háttsettum leiðtoga Hezbollah-samtakanna. Nokkrar sprengjur eru sagðar hafa lent á húsinu, sem varð fyrir miklum skemmdum.

Erlent