

Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins.
Stéttarfélagið Efling fullyrðir að nýr kjarasamningur veitingamanna við Virðingu sé óhagstæður fyrir þorra starfsfólks veitingahúsa. Tugum þúsunda króna muni á launum samkvæmt samningnum við Virðingu annars vegar og Eflingarsamningnum hins vegar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera „gervistéttarfélag“.
ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar.
Tvö landssambönd og eitt stéttarfélag hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna kjarsamnings Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og Virðingar. Þau telja að samningurinn feli í sér ólöglegt samráð veitingafyrirtækja en félögin hafa nefnt Virðingu gervistéttarfélag.
Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT segir stéttarfélagið Eflingu í raun vera gervistéttarfélag.
Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum.
Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Lögmaður samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir mótmælin ólögmæt. Möguleg bótaskylda Eflingar sé til skoðunar.
Stjórn Virðingar stéttarfélags mótmælir í yfirlýsingu ósönnum fullyrðingum sem félagið segir sett fram í fjölmiðlum um stofnun félagsins. Fjallað var um það fyrr í dag að lögregla hafi verið kölluð til í Kringlunni þegar forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæða mótmælanna er tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag.
Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna.
Um áramótin skrifaði ég grein um þá sérstöku ákvörðun fyrirtækja innan SVEIT að stofna með sér gervi stéttarfélag sem fengið hefur nafnið „Virðing“. Vissulega er það nokkuð sérkennilegt að hópur veitingamanna á Íslandi telji það vera einu færu leiðina til að halda úti starfsemi, að sniðganga umsamin lágmarkskjör og ákveða launakjör starfsfólks eftir eigin geðþótta.
Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu.
Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr.
Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar.
„Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“
Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar.
Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin.
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri.
Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir verkalýðsfélagið Eflingu líklega hafa sett Íslandsmet í óhróðri vegna orða um samtökin í gær.
Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta.
Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sakar Eflingu um að beita hótunum og að henda fram ósannindum í umræðuna í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu gervistéttarfélag og samning SVEIT og Virðingar að engu hafandi.
Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en stjórn samþykkti ályktun um þetta í gær.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi.
SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT.
Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar.
Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.
Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar.
BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT.
Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna.
SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára.
Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug.