Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2025 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT. Arnar/Vilhelm Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu. Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“ Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira