Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, (t.v.) líkir Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, (t.h.) við trúð og kallar veitingahúsaeigendur og viðskiptavini þeirra sníkjudýr. Vísir Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, lýsti veitingageiranum sem „leikvelli fyrir misheppnuð börn auðmanna“ í færslu sem hann skrifaði á Facebook á mánudag. Eigendur veitingahúsa krefðust hagnaðar af þeim til þess að fjármagna „íburðarmikinn lífsstíl“ sinn. „Eigendur eru sníkjudýraflokkur, sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra,“ skrifaði Sæþór sem situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Fyrr í færslunni hélt Sæþór því fram að miðstéttarfólki sem sækti veitingastaði hefði verið „mútað“ með löngum hádegisverði, stuttum vinnudögum og háum launum. Með færslunni fylgdi mynd af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sem Sæþór hafði teiknað á trúðsgervi. Skjáskot af færslu Sæþórs Benjamíns Randalssonar, stjórnarmanns Eflingar.Skjáskot Aðalgeir segir ummæli Sæþórs sýna viðhorf forsvarsmanna Eflingar svart á hvítu í aðsendri grein sem hann skrifaði á Vísi í morgun. Þau einkennist af málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. „Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira,“ skrifar Aðalgeir. Deilur um meintan „gervikjarasamning“ Forsvarsfólk Eflingar og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Efling hefur ítrekað sakað SVEIT um að standa að baki Virðingu sem sé „gervistéttarfélag“ sem hlunnfari starfsfólk veitingahúsa. Kjarasamningur sem SVEIT og Virðing hafi undirritað sé „gervikjarasamningur“. Á Þorláksmessu nafngreindi Efling fimm veitingastaði sem félagið hélt fram að stæði að baki Virðingu. Í kjölfarið skrifaði Aðalgeir grein þar sem hann sagði Eflingu stærstu ógnina við starfsöryggi starfsfólks veitingahúsa. Ummæli Sæþórs á mánudags voru sett fram í samhengi við þau orð. Í grein sinni í dag endurbirtir Aðalgeir nokkur ummæla Sæþórs, meðal annars um sníkjudýr og þar sem starfsfólki veitingahúsa var líkt við fanga. „Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða á milli handanna þegar svona hugsanir ráða för?“ skrifar Aðalgeir. Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, lýsti veitingageiranum sem „leikvelli fyrir misheppnuð börn auðmanna“ í færslu sem hann skrifaði á Facebook á mánudag. Eigendur veitingahúsa krefðust hagnaðar af þeim til þess að fjármagna „íburðarmikinn lífsstíl“ sinn. „Eigendur eru sníkjudýraflokkur, sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra,“ skrifaði Sæþór sem situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Fyrr í færslunni hélt Sæþór því fram að miðstéttarfólki sem sækti veitingastaði hefði verið „mútað“ með löngum hádegisverði, stuttum vinnudögum og háum launum. Með færslunni fylgdi mynd af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sem Sæþór hafði teiknað á trúðsgervi. Skjáskot af færslu Sæþórs Benjamíns Randalssonar, stjórnarmanns Eflingar.Skjáskot Aðalgeir segir ummæli Sæþórs sýna viðhorf forsvarsmanna Eflingar svart á hvítu í aðsendri grein sem hann skrifaði á Vísi í morgun. Þau einkennist af málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. „Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira,“ skrifar Aðalgeir. Deilur um meintan „gervikjarasamning“ Forsvarsfólk Eflingar og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Efling hefur ítrekað sakað SVEIT um að standa að baki Virðingu sem sé „gervistéttarfélag“ sem hlunnfari starfsfólk veitingahúsa. Kjarasamningur sem SVEIT og Virðing hafi undirritað sé „gervikjarasamningur“. Á Þorláksmessu nafngreindi Efling fimm veitingastaði sem félagið hélt fram að stæði að baki Virðingu. Í kjölfarið skrifaði Aðalgeir grein þar sem hann sagði Eflingu stærstu ógnina við starfsöryggi starfsfólks veitingahúsa. Ummæli Sæþórs á mánudags voru sett fram í samhengi við þau orð. Í grein sinni í dag endurbirtir Aðalgeir nokkur ummæla Sæþórs, meðal annars um sníkjudýr og þar sem starfsfólki veitingahúsa var líkt við fanga. „Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða á milli handanna þegar svona hugsanir ráða för?“ skrifar Aðalgeir.
Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30
Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40