
Bandaríkin

Gerðu loftárásir á skotmörk á landamærum Íran og Sýrlands
Bandaríkjaher gerði í gær loftárásir á landamærum Íraks og Sýrlands. Skotmörkin voru bækistöðvar og vopnabúr vígamanna sem halda til á svæðinu og njóta stuðnings Íransstjórnar.

Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru
Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður.

Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju
Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita.

Enn bætist í hóp látinna á Flórída
Tala látinna heldur áfram að hækka eftir hrun íbúðabyggingar á Flórída. Nú hafa alls níu manns fundist látin.

Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney
Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti.

Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað
Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum.

Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Assange
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins.

Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir
Verkfræðingar höfðu greint frá meiriháttar skemmdum á steypu íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída fyrr í vikunni.

Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka
Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum.

Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans
Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur.

Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim.

Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami
Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun.

Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“
Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið.

Hægt að koma í veg fyrir nærri öll dauðsföll með bólusetningu
Hægt er að komast hjá nærri öllum dauðsföllum af völdum Covid-19 með bólusetningu. Þetta segir framkvæmdastjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna en aðeins 0,1 prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins eru bólusettir.

Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan
Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan.

Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída
Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert.

Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York
Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember.

Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami
Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt.

Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump
Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan.

Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair
Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna.

„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“
Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt.

Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi
John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta.

Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði
Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni.

Chris Brown sakaður um að hafa barið konu
Tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur verið sakaður um að berja konu eftir að þau rifust í Los Angeles á dögunum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Brown er sakaður um slíkan verknað en hann var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu.

Vanessa Bryant semur við þyrlufyrirtækið
Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur ákveðið að semja í máli sínu gegn flugmanninum og eiganda þyrlunnar sem brotlenti í Los Angeles janúar á síðasta ári þar sem Kobe, dóttir hans, Gianna, sjö aðrir létust.

Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum
Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu.

Lokuðu tugum íranskra vefsíðna sem eru sakaðar um upplýsingafals
Bandarísk yfirvöld lokuðu tugum fréttavefsíðna sem tengjast írönskum stjórnvöldum sem þau saka um að dreifa fölskum upplýsingum. Á meðal þeirra voru vefsíður sjónvarpsfréttastöðvar Húta í Jemen og vefmiðils herskárra Palestínumanna.

Fyrsti NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum
Carl Nassib, leikmaður Las Vegas Raiders, kom út úr skápnum í gær. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila.

Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs
Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs.

Huga að því að refsa Rússum vegna Navalní
Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna taugaeiturstilræðisins gegn Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Þetta segir þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden Bandaríkjaforseta innan við viku eftir leiðtogafund Biden og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.