Bandaríkin Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. Erlent 23.12.2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. Erlent 23.12.2020 08:13 Skipar fyrir um fegurð opinberra bygginga Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur skrifað undir forsetatilskipun sem kveður á um að opinberar byggingar á alríkisstigi, sem byggðar verða í framtíðinni, verði að vera „fallegar.“ Þá verði þær helst að vera byggðar í klassískum rómverskum eða grískum stíl, eða öðrum sambærilegum stíl. Erlent 22.12.2020 23:26 Covid-19 gæti minnkað lífslíkur Bandaríkjamanna um þrjú ár Ef Covid-19 er tekið með í reikninginn munu lífslíkur Bandaríkjamanna minnka um þrjú ár. Sjúkdómurinn, sem er afleiðing SARS-CoV-19 veirusmits, verður að öllum líkindum í þriðja sæti yfir helstu dánarorsakirnar vestanhafs árið 2020. Erlent 22.12.2020 17:45 Hófu skothríð eftir að þeim var vísað af strippstað fyrir að vera ekki með grímur Yfirvöld í Kaliforníu hafa ákært þrjá menn sem skutu úr árásarriffli á nektardansstað í Anaheim, eftir að þeir höfðu verið reknir þaðan út. Mennirnir og vinir þeirra höfðu neitað að vera með grímur og var hent út. Erlent 22.12.2020 16:35 NFL-goðsögn látin NFL goðsögnin Kevin Greene lést í gær, 58 ára að aldri. Þetta staðfesti fyrrum vinnuveitendur hans í Pittsburgh Steelers í gær. Sport 22.12.2020 16:32 Loftfimleikafólk sem féll til jarðar fær sex milljarða í bætur Bandaríska fyrirtækið Feld Entertainment, sem á meðal annars hringleikahúsið Ringling Brothers and Barnum & Bailey hefur samþykkt að greiða níu fjöllistamönnum jafnvirði 6,7 milljarða króna fyrir slys sem átti sér stað árið 2014. Erlent 22.12.2020 15:32 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. Erlent 22.12.2020 14:30 MGM og James Bond til sölu Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. eru sagðir leita leiða til að selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann fræga, James Bond. Telja þeir að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisveita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndaverið er til sölu á undanförnum árum en hingað til hafa fjárfestar ekki bitið á agnið vegna verðsins, sem þeir telja of hátt. Viðskipti erlent 22.12.2020 10:35 Samþykktu neyðaraðgerðir upp á 900 milljarða Bandaríkjadala Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt neyðaraðgerðir upp á 900 milljarða Bandaríkjadala til að styðja við efnahag landsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Erlent 22.12.2020 07:57 Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á. Erlent 21.12.2020 23:30 Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Bandaríski tæknirisinn Apple er sagður stefna á að hefja framleiðslu sjálfkeyrandi rafbíla árið 2024. Viðskipti erlent 21.12.2020 22:09 Biden fékk bóluefnið í beinni Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. Erlent 21.12.2020 21:04 Sagðir vilja nota ásakanir um svindl til að draga úr kjörsókn Repúblikanar í ríkjum Bandaríkjanna sem hafa reynst mikilvæg í kosningum eru sagðir vilja gera fólki erfiðara að kjósa. Til þess vilja þeir nota ásakanir Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans um að umfangsmikið samsæri og kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningum síðasta mánaðar. Erlent 21.12.2020 16:01 Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. Erlent 21.12.2020 09:36 Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. Erlent 20.12.2020 23:00 Fauci bólusetti jólasveininn Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur. Lífið 20.12.2020 14:17 Navajo-stromparnir jafnaðir við jörðu Umhverfisverndarsinnar hrósuðu sigri á föstudag þegar strompar kolaverksmiðjunnar í Navajo voru jafnaðir við jörðu. Verksmiðjunni var endanlega lokað í nóvember á síðasta ári þegar síðustu birgðir kláruðust. Erlent 20.12.2020 13:07 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. Erlent 20.12.2020 07:58 Fráskilinn kærði pabba og mömmu fyrir að henda kláminu Bandarískur maður hefur unnið mál á hendur foreldrum sínum, sem gerðust sek um að henda klámsafni sonarins. David Werking sagði foreldra sína ekki hafa haft neinn rétt á því að farga kláminu og dómarinn Paul Maloney var honum sammála. Erlent 19.12.2020 23:07 Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. Erlent 19.12.2020 13:53 Saka FAA og Boeing um að leyna upplýsingum um 737 MAX slysin Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Viðskipti erlent 19.12.2020 10:30 Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. Erlent 19.12.2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. Erlent 18.12.2020 20:45 Unnusta Khashoggi vill að Biden birti skýrslu CIA um morðið Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, hefur skorað á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna að birta skýrslu leyniþjónustunnar (CIA) um morðið á blaðamanninum. Segir hún birtinguna munu skipta sköpum í því að leiða sannleikann í ljós. Erlent 18.12.2020 13:50 Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. Innlent 18.12.2020 09:47 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. Erlent 18.12.2020 07:41 Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína. Erlent 17.12.2020 23:47 Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. Erlent 17.12.2020 22:23 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Erlent 17.12.2020 22:14 « ‹ 202 203 204 205 206 207 208 209 210 … 334 ›
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. Erlent 23.12.2020 11:46
Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. Erlent 23.12.2020 08:13
Skipar fyrir um fegurð opinberra bygginga Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur skrifað undir forsetatilskipun sem kveður á um að opinberar byggingar á alríkisstigi, sem byggðar verða í framtíðinni, verði að vera „fallegar.“ Þá verði þær helst að vera byggðar í klassískum rómverskum eða grískum stíl, eða öðrum sambærilegum stíl. Erlent 22.12.2020 23:26
Covid-19 gæti minnkað lífslíkur Bandaríkjamanna um þrjú ár Ef Covid-19 er tekið með í reikninginn munu lífslíkur Bandaríkjamanna minnka um þrjú ár. Sjúkdómurinn, sem er afleiðing SARS-CoV-19 veirusmits, verður að öllum líkindum í þriðja sæti yfir helstu dánarorsakirnar vestanhafs árið 2020. Erlent 22.12.2020 17:45
Hófu skothríð eftir að þeim var vísað af strippstað fyrir að vera ekki með grímur Yfirvöld í Kaliforníu hafa ákært þrjá menn sem skutu úr árásarriffli á nektardansstað í Anaheim, eftir að þeir höfðu verið reknir þaðan út. Mennirnir og vinir þeirra höfðu neitað að vera með grímur og var hent út. Erlent 22.12.2020 16:35
NFL-goðsögn látin NFL goðsögnin Kevin Greene lést í gær, 58 ára að aldri. Þetta staðfesti fyrrum vinnuveitendur hans í Pittsburgh Steelers í gær. Sport 22.12.2020 16:32
Loftfimleikafólk sem féll til jarðar fær sex milljarða í bætur Bandaríska fyrirtækið Feld Entertainment, sem á meðal annars hringleikahúsið Ringling Brothers and Barnum & Bailey hefur samþykkt að greiða níu fjöllistamönnum jafnvirði 6,7 milljarða króna fyrir slys sem átti sér stað árið 2014. Erlent 22.12.2020 15:32
Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. Erlent 22.12.2020 14:30
MGM og James Bond til sölu Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. eru sagðir leita leiða til að selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann fræga, James Bond. Telja þeir að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisveita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndaverið er til sölu á undanförnum árum en hingað til hafa fjárfestar ekki bitið á agnið vegna verðsins, sem þeir telja of hátt. Viðskipti erlent 22.12.2020 10:35
Samþykktu neyðaraðgerðir upp á 900 milljarða Bandaríkjadala Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt neyðaraðgerðir upp á 900 milljarða Bandaríkjadala til að styðja við efnahag landsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Erlent 22.12.2020 07:57
Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á. Erlent 21.12.2020 23:30
Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Bandaríski tæknirisinn Apple er sagður stefna á að hefja framleiðslu sjálfkeyrandi rafbíla árið 2024. Viðskipti erlent 21.12.2020 22:09
Biden fékk bóluefnið í beinni Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. Erlent 21.12.2020 21:04
Sagðir vilja nota ásakanir um svindl til að draga úr kjörsókn Repúblikanar í ríkjum Bandaríkjanna sem hafa reynst mikilvæg í kosningum eru sagðir vilja gera fólki erfiðara að kjósa. Til þess vilja þeir nota ásakanir Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans um að umfangsmikið samsæri og kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningum síðasta mánaðar. Erlent 21.12.2020 16:01
Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. Erlent 21.12.2020 09:36
Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. Erlent 20.12.2020 23:00
Fauci bólusetti jólasveininn Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur. Lífið 20.12.2020 14:17
Navajo-stromparnir jafnaðir við jörðu Umhverfisverndarsinnar hrósuðu sigri á föstudag þegar strompar kolaverksmiðjunnar í Navajo voru jafnaðir við jörðu. Verksmiðjunni var endanlega lokað í nóvember á síðasta ári þegar síðustu birgðir kláruðust. Erlent 20.12.2020 13:07
Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. Erlent 20.12.2020 07:58
Fráskilinn kærði pabba og mömmu fyrir að henda kláminu Bandarískur maður hefur unnið mál á hendur foreldrum sínum, sem gerðust sek um að henda klámsafni sonarins. David Werking sagði foreldra sína ekki hafa haft neinn rétt á því að farga kláminu og dómarinn Paul Maloney var honum sammála. Erlent 19.12.2020 23:07
Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. Erlent 19.12.2020 13:53
Saka FAA og Boeing um að leyna upplýsingum um 737 MAX slysin Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Viðskipti erlent 19.12.2020 10:30
Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. Erlent 19.12.2020 08:18
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. Erlent 18.12.2020 20:45
Unnusta Khashoggi vill að Biden birti skýrslu CIA um morðið Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, hefur skorað á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna að birta skýrslu leyniþjónustunnar (CIA) um morðið á blaðamanninum. Segir hún birtinguna munu skipta sköpum í því að leiða sannleikann í ljós. Erlent 18.12.2020 13:50
Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. Innlent 18.12.2020 09:47
Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. Erlent 18.12.2020 07:41
Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína. Erlent 17.12.2020 23:47
Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. Erlent 17.12.2020 22:23
Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Erlent 17.12.2020 22:14