
RFF

Fyrirsætur snúa heim
Reykjavík Fashion Festival fer fram í þriðja sinn nú í lok mánaðarins. Ellefu íslenskir hönnuðir taka þátt í ár og má þar á meðal nefna ELLA, Kron by KronKron, Mundi, REY og Kalda.

Vogue og Eurowoman á RFF
"Það eru ögn færri erlendir fjölmiðlar í ár en hafa verið síðustu ár en það er mjög góðmennt,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, um komu erlendra fjölmiðla á tískuhátíðina sem fer fram dagana 30. og 31. mars.

Reykjavík Fashion Festival í undirbúningi
Mörg af stærstu tískutímaritum heims hafa boðað komu sína á Reykjavík Fashion Festival sem verður haldin í lok mánaðarins. Ísland í dag kynnti sér undirbúning hátíðarinnar.

Vogue til Reykjavíkur
Senn líður að tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival og að vanda sýnir erlenda pressan íslenskri tísku athygli. Nú hefur verið staðfest að ítalska Vogue sendir blaðamann til að skjalfesta hátíðina fyrir sína hönd og eiga eflaust fleiri áhrifamiklir tískumiðlar eftir að fylgja í kjölfarið.

Upprennandi fyrirsætur freista gæfunnar
Reykjavík Fashion Festival hélt á dögunum opið hús til að leita að fyrirsætum til að taka þátt í tískuveislunni. Strákar jafnt sem stelpur mættu í þeirri von um að fá að ganga tískupalla á hátíðinni sem fer fram í lok mars. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Academy, Ásta Kristjánsdóttir og Ellen Loftsdóttir, stílisti RFF, leiðbeindu krökkunum sem mættu. Fjörutíu fyrirsætur verða svo valdar til að sýna á RFF og fara þær í strangar æfingabúðir. Mikill hamagangur var á svæðinu þegar ljósmyndari Fréttablaðsins mætti á svæðið.

Ellefu hönnuðir sýna á Reykjavík Fashion Festival
"Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason.

Þungavigtarmaður í fagráði fyrir RFF
Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár.

E-Label snýr aftur á markað
Fyrirtækið hefur legið í dvala í smá tíma og við ákváðum þess vegna að selja það og gefa því nýtt líf,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, fyrrverandi eigandi fatamerkisins E Label sem flestir tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við.

Íslensk hönnun á pokum til styrktar UN Women
Hönnunarteymið Marandros; Katla Rós Völudóttir og Ragnar Már Nikulásson ásamt fatahönnuðinum Unu Hlín Kristjánsdóttur sem hannar undir merkinu Royal Extreme hönnuðu poka til styrktar UN Women á Íslandi. Pokarnir eru þegar komnir í sölu. Það er hlutverk UN Women á Íslandi að vekja landsmenn til umhugsunar um stöðu kvenna í fátækustu ríkjum heims og pokarnir eru ein leið til að ná til fólks. Það er ósk listamannanna að með hverjum poka sem selst aukist meðvitund landsmanna um samtökin og stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum, en allur ágóði af pokunum rennur beint til UN Women. Una hefur vakið mikla athygli frá því að hún frumsýndi fyrstu línu sína á RFF fyrir tveimur árum og Katla Rós og Ragnar voru meðal annars tilnefnd til forsetaverðlauna nýsköpunarsjóðs á dögunum. Í tilkynningu frá UN Women segir að pokarnir séu sumarlegir og henta bæði konum og körlum. Það er ósk UN Women á Íslandi að gefa efnilegum íslenskum listamönnum tækifæri árlega til að hanna nýja poka og koma þannig list sinni á framfæri. Allur ágóði af pokunum rennur óskiptur til UN Women á Íslandi. Listamennirnir gáfu alla vinnu sína og hvetur landsnefndin alla til þess að leggja málefninu lið og kaupa sér poka. Pokarnir fást í Aurum, GK , Kiosk, Mýrinni, Kisunni og Minju. Einnig er hægt að fjárfesta í eintaki á skrifstofu UN Women á Laugavegi 42

Ýr fundaði með Barney's
Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína bæði hér heima og úti í heimi. Bandarískt upplýsingafyrirtæki hreifst svo af hönnun Ýrar á RFF-tískuhátíðinni að það hefur boðist til að sjá alfarið um allt sem viðkemur umfjöllun og útliti merkisins.

Átök innan tískubransans
Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri.

Bak við tjöldin á Reykjavík Fashion Festival
Gífurlegur fjöldi af fólki stóð á bak við framkvæmd Reykjavík Fashion Festival, sem fór fram fyrir tveimur vikum. Alls komu um 180 manns að sýningunum í Hafnarhúsinu og gekk dagskráin sem smurð frá upphafi til enda þannig að margir gestanna veltu því fyrir sér hvaða snillingar leyndust bak við tjöldin.


Ánægður aðdáandi Ghostface
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær leituðu aðstandendur RFF-hátíðarinnar að eiganda geislaplötu sem árituð hafði verið af rapparanum Ghostface Killah. Pilturinn hefur nú gefið sig fram og er diskurinn því kominn í réttar hendur.

Leita aðdáanda Ghostface Killah
Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri RFF, leitar nú logandi ljósi að ungum manni sem sótti tónleika rapparans Ghostface Killah síðasta laugardag. Pilturinn sóttist eftir eiginhandaráritun rapparans á geisladisk og tóku aðstandendur RFF-hátíðarinnar það að sér að útvega honum hana. Geisladiskurinn hefur þó ekki enn komist í hendur eiganda síns.

Live Project sló í gegn - Halda áfram á AK Extreme
Síðasta helgi var viðburðarík fyrir þá sem fylgdust með íslenska vefnum Live Project. Þar birtust yfir fimm hundruð myndir og myndbönd af Reykjavík Fashion Festival, bæði af tískusýningunum sjálfum í Hafnarhúsinu og öðrum viðburðum tengdum hátíðinni.

Rain Dear tískulínan á koppinn
Fatalínan Rain Dear vakti talsverða athygli gesta á nýafstöðnum HönnunarMars og á Reykjavík Fashion Festival, þar sem hún var frumsýnd. Að baki línunni standa tvær konur – fatahönnuðurinn Heiða Eiríksdóttir og textílhönnuðurinn Þorbjörg Valdimarsdóttir.

Finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina
Magdalena Sara Leifsdóttir bar sigur úr býtum í Elite-fyrirsætukeppninni. Fyrirsætustarfið heillar en hún getur ekki farið í unglingavinnuna í sumar vegna frjókornaofnæmis. „Þetta var alveg æðislegt upplifun og auðvitað mjög gaman að vinna þessa keppni," segir Magdalena Sara Leifsdóttir en hún vann Elite-fyrirsætukeppnina sem fór fram í Hafnarhúsinu um síðustu helgi.

Stelpur í háum sokkum í eftirpartý á Faktorý
Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu Tang Clan sem var frægasta hipphopp hljómsveit veraldar á tíunda áratugnum, hélt tónleika á Nasa á laugardagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti af Reykjavík Fashion Festival. Meðfylgjandi má sjá myndir af tónleikunum og eftirpartý RFF á skemmtistaðnum Faktorý þar sem REYK VEEK, sem er hópur íslenskra plötusnúða og raftónlistarmanna, héldu eftirpartý. Þarna hópuðust módelin, hönnuðirnir og pressan saman og hlustuðu á íslenska raftónlist eftir tískusýningarnar á laugardagskvöldinu.

Mögnuð ræða borgarstjórans: Varaliturinn gerði þau mennsk á ný
Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF).

Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum
Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is.

Ef þú varst ekki þarna fylgist þú einfaldlega ekki með
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Reykjavík Fashion Festival sem var haldið í Hafnarhúsinu í gærkvöldi þar sem allir helstu tískuhönnuðir landsins komu saman og sýndu hönnun sína. Jón Gnarr borgarstjóri opnaði hátíðina prúðbúinn með rauðan varalit og hélt tilfinningaþrungna ræðu um mikilvægi tísku og varalits. Þá hylltu gestir hönnuðina með hrópum og miklu klappi í lok hverrar sýningar en það var Margeir sem sá um tónlistina við tískusýningarnar.

Reykjavík Fashion Festival í beinni alla helgina
Glöggir lesendur Vísis hafa eflaust tekið eftir líflegum borðum sem birtust á Vísi í gær þar sem fletta má ljósmyndum og myndböndum frá Reykjavík Fashion Festival. Vefsíðan Live Project stendur fyrir herlegheitunum en alla helgina verður hægt að fylgjast með framgangi hátíðarinnar þar og birtist brot af því besta í borðunum á Vísi.

Rapparinn Ghostface Killah til Íslands
Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London.

21 hönnuður sýnir á RFF
Íslenskir tískuunnendur eiga von á góðu þegar Reykjavík Fashion Festival verður sett 31. mars. Erlendir fjölmiðlar sýna íslensku tískuhátíðinni mikinn áhuga.

Flott kynningarkvöld RFF
Aðstandendur Reykjavík Fashion Festival héldu glæsilegt kynningarpartí á skemmtistaðnum Austur á föstudagskvöldið, en búið er að staðfesta að hátíðin fari fram 31. mars til 3. apríl á komandi ári.

Konungleg fatalína slær í gegn
Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína, Royal Extreme, og hefur meðal annars hlotið nokkra umfjöllun í erlendum tískutímaritum og bloggum.

Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble
Hildur Yeoman er lofuð í hástert á Style Bubble, einu vinsælasta og áhrifamesta tískubloggi í heiminum.

Lára með lag dagsins á heimasíðu Q
„Þetta er alveg geðveikt,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir sem á lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q.

Peaches tekur ástfóstri við Munda
Tónlistarkonan Peaches virðist hafa tekið ástfóstri við íslenska fatahönnuðinn Munda.