Borgarstjórn

Fréttamynd

Staða lóðamála í Reykjavík

Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið.

Skoðun
Fréttamynd

Ræðum fækkað og ræðu­tíminn styttur

Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. 

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um beina kosningu borgarstjóra

Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa þau grænan grun?

Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. 

Skoðun
Fréttamynd

Ný byggð og flugvöllurinn

Um Reykjavíkurflugvöll hefur verið tekist á frá því áður en ég fæddist. Sum hafa verið á móti veru hans í Vatnsmýrinni, önnur ekki talið neinn annan stað koma til greina. Skoðanirnar hafa meðal annars markast af því hvar fólk býr og myndað gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar sem og ríki og borgar. Sá skotgrafahernaður sem hefur verið háður hefur ekki verið neinu til framdráttar heldur skapað sundrung og ósætti.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­aukið mynda­véla­eftir­lit í mið­borginni

Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti.

Innlent
Fréttamynd

Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík

Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Á­form um nýja sela­laug sett á ís

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma. Framkvæmdir hófust síðasta haust og búið var að grafa stærðarinnar holu þar sem laugin átti að vera. Nú verður fyllt upp í holuna.

Innlent
Fréttamynd

Skilur borgar­stjóri ekki rekstur Reykja­víkur­borgar?

Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki best að gefa Sjálfstæðisflokknum frí?

Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna.

Skoðun
Fréttamynd

Að þekkja sinn vitjunartíma

Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorg­mædda“

Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum.

Innlent
Fréttamynd

Kyn­slóðir saman - grænt bú­setu­form fram­tíðar

Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestu breytingar á borginni í hálfa öld. Framtíðarborgin farin að taka á sig mynd á sínu mesta uppbyggingarskeiði. Það er viðeigandi mitt í HönnunarMars að hafa hugrekki til að kasta fram djörfum hugmyndum um nýja nálgun í búsetuformi.

Skoðun
Fréttamynd

Taka undir á­hyggjur for­eldra í Laugar­dal

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykkja aukningu hluta­fjár Ljós­leiðarans

Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. 

Innlent
Fréttamynd

Sósíalísk fjár­hags­á­ætlun – svona byggjum við góða borg

Kæru félagar. Í þessari grein ætlum við að ræða fjárhagsstöðu Reykjavíkur og sýn Sósíalista. Sýn sem felur í sér að létta gjaldtöku af lág- og millitekjufólki og færa hana til þeirra sem hafa bolmagn. Á síðustu árum hafa skattar verið lækkaðir á fyrirtæki og hin ríku.

Skoðun
Fréttamynd

Brýnar á­bendingar fjár­mála­sviðs sitja á hakanum

Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar hefur um árabil brýnt fyrir borginni að skilgreina þak á erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og að gera aðgerðaáætlun um það hvernig beinum ábyrgðum borgarsjóðs á lánum Orkuveitunnar verði mætt.

Klinkið
Fréttamynd

Skatturinn vill slíta Reykja­víkur­listanum

Skatturinn hefur farið fram á slit á þrjátíu félögum í umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal félaga eru Skákfélagið Hrókurinn, Íslenska sundþjálfarasambandið og Reykjavíkurlistinn. 

Innlent
Fréttamynd

Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar

Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju má mér ekki líða vel?“

Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí.

Innlent