Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. maí 2025 10:01 Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun