Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. október 2019 18:30 Þungt yfir Skyttunum þessa dagana vísir/getty Það var boðið upp á Lundúndarslag á Emirates leikvangnum í dag þegar Arsenal fékk Crystal Palace í heimsókn. Gestirnir mættu seint til leiks og Arsenal færði sér það í nyt. Staðan eftir 10 mínútna leik 2-0 fyrir Arsenal og markaskorararnir óvæntir því miðvarðaparið Sokratis og David Luiz sá um markaskorun. Luka Milivojevic minnkaði muninn fyrir Palace með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd með aðstoð VAR en áður hafði dómari leiksins spjaldað Wilfried Zaha fyrir leikaraskap.Á 52.mínútu jafnaði Jordan Ayew metin fyrir gestina. Skömmu síðar var Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, skipt af velli. Svisslendingurinn var ekkert að drífa sig af velli og fékk í kjölfarið að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Hann hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. Ótrúleg framkoma fyrirliðans. Sokratis skoraði sitt annað mark skömmu fyrir leikslok en það var dæmt af eftir VAR skoðun. Fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 2-2. Granit Xhaka's afternoon: Plays 61 minutes Gets subbed off to a chorus of boos from the Arsenal fansCups his ear whilst walking off and tells the Arsenal fans to "F*ck off" Takes his shirt off and walks straight down the tunnel pic.twitter.com/iUuPxTLE3d— ODDSbible (@ODDSbible) October 27, 2019 Enski boltinn
Það var boðið upp á Lundúndarslag á Emirates leikvangnum í dag þegar Arsenal fékk Crystal Palace í heimsókn. Gestirnir mættu seint til leiks og Arsenal færði sér það í nyt. Staðan eftir 10 mínútna leik 2-0 fyrir Arsenal og markaskorararnir óvæntir því miðvarðaparið Sokratis og David Luiz sá um markaskorun. Luka Milivojevic minnkaði muninn fyrir Palace með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd með aðstoð VAR en áður hafði dómari leiksins spjaldað Wilfried Zaha fyrir leikaraskap.Á 52.mínútu jafnaði Jordan Ayew metin fyrir gestina. Skömmu síðar var Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, skipt af velli. Svisslendingurinn var ekkert að drífa sig af velli og fékk í kjölfarið að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Hann hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. Ótrúleg framkoma fyrirliðans. Sokratis skoraði sitt annað mark skömmu fyrir leikslok en það var dæmt af eftir VAR skoðun. Fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 2-2. Granit Xhaka's afternoon: Plays 61 minutes Gets subbed off to a chorus of boos from the Arsenal fansCups his ear whilst walking off and tells the Arsenal fans to "F*ck off" Takes his shirt off and walks straight down the tunnel pic.twitter.com/iUuPxTLE3d— ODDSbible (@ODDSbible) October 27, 2019
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti