Sport

Blikarnir taplausir á toppnum

Breiðablik stefnir hraðbyri upp í úrvalsdeildina í körfubolta. Liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu í 1. deildinni og lagði Skallagrím að velli í Smáranum í kvöld, 111-104, eftir háspennuleik.

Körfubolti

Sesko ekki með sjálfs­traust og dregur sig úr landsliðshópnum

Benjamin Sesko er að glíma við mikinn skort á sjálfstrausti samkvæmt sérfræðingum Sunnudagsmessunnar og ekki mun það hjálpa að framherjinn hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Slóveníu, vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok leiks Manchester United og Tottenham um helgina.

Fótbolti

Liverpool kvartar í dómarasamtökunum

Liverpool hefur sett sig í samband við PGMOL dómarasamtökin á Englandi til að lýsa yfir óánægju sinni með að mark Virgils van Dijk hafi ekki fengið að standa í leiknum gegn Manchester City í gær.

Enski boltinn

Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári

Ivan Juric hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins stýrt liðinu í fimmtán leikjum. Þetta er í annað sinn á árinu sem Króatinn er látinn fara eftir skamman tíma við stjórnvölinn.

Fótbolti

„Al­gjört bull“ eða „rétt á­kvörðun“?

Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur.

Enski boltinn

NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin

NBA-deildin í körfubolta hefur misst eina af goðsögnum sínum. Lenny Wilkens lést í gær 88 ára að aldri en hann var tekinn inn í heiðurshöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari.

Körfubolti