Fótbolti

Jason skoraði í svekkjandi jafntefli
Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar.

Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum
Fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmark Everton gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1, Everton í vil.

Adam Ægir á heimleið
Val er að berast liðsstyrkur í Bestu deild karla en Adam Ægir Pálsson er að snúa aftur á Hlíðarenda eftir nokkurra mánaða dvöl á Ítalíu.

Mikael lagði upp sigurmark Venezia
Venezia vann afar mikilvægan sigur á Monza, 1-0, í fallbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ.

Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu
Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks þegar Real Sociedad tapaði fyrir Mallorca, 0-2, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Plymouth Argyle sem sigraði Sheffield United, 2-1, í ensku B-deildinni í dag.

Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik
Manchester City vann ótrúlegan 5-2 endurkomusigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þremur mínútum frá mikilvægum sigri
Brøndby, lið landsliðskvennanna Ingibjargar Sigurðardóttur og Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, var hársbreidd frá því að vinna mikilvægan sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn
Knattspyrnustjóri Manchester United, Ruben Amorim, íhugar að setja André Onana, markvörð liðsins, á bekkinn fyrir leikinn gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle
Tveir stuðningsmenn létust fyrir leik í Suðurameríkukeppni félagsliða í Síle en þar mættust Colo Colo frá Síle og Fortaleza frá Brasilíu.

Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Njarðvík, ÍR og Grótta tryggðu sér í kvöld sæti í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna
Valur er meistari meistaranna í fótbolta kvenna en liðið lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ á Kópavogsvelli í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sigurmark Vals og sá til þess að Hlíðarenda bæta þessu titli við í bikarsafn sitt.

Grealish og Foden líður ekki vel
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði frá því á blaðamannafundi í dag að atvikin á Old Trafford um síðustu helgi hafi haft mikil áhrif á leikmenn hans Jack Grealish og Phil Foden.

Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025
Sævar Atli Magnússon skoraði langþráð mark í kvöld þegar Lyngby náði jafntefli á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Postecoglou: Það er leki í félaginu
Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir engan vafa vera á því að það sé einhver að leka út upplýsingum úr innsta hring hjá félaginu.

Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur
Arne Slot var að vonum himinlifandi í dag þegar hann ræddi um þá ákvörðun Mohamed Salah að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Hann sagði félagið hafa lagt mjög mikið á sig til að landa samningi og grínaðist með að það þýddi vanalega að lagðar hefðu verið fram háar fjárhæðir.

Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan
Knattspyrnusamband Suður-Ameríku, Comnebol, hefur lagt fram formlega tillögu um að þátttökulið á HM 2030 verði 64 talsins.

Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum
Breiðablik verður Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í haust, annað árið í röð, ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Bestu deildinni rætist. Spáin var kynnt á sérstökum kynningarfundi fyrir deildina í dag.

Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras
ÍTF stóð fyrir skemmtilegri könnun á meðal leikmanna Bestu deildar kvenna í fótbolta í aðdraganda þess að ný leiktíð hefst næsta þriðjudag. Í ljós kom til að mynda að fjögur prósent leikmanna einbeita sér alfarið að fótboltanum og eru hvorki í annarri vinnu né námi.

Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna
Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta þar sem meðal annars var greint frá spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna deildarinnar um lokastöðuna í haust.

Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn er ekki bara að koma heim á Stöð 2 Sport því Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, er líka að koma heim á Stöð 2 Sport næsta haust.

Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Vísir tók saman tíu leikmenn í Bestu deild karla sem færðu sig um set fyrir tímabilið og gætu blómstrað á nýjum stað.

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999.

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Aron Elís Þrándarson varð fyrir miklu áfalli þegar tímabili hans í fótboltanum lauk strax í fyrsta leik. Hann er enn að jafna sig á mesta sjokkinu og ná sáttum við það að hann spili ekki fótbolta fyrr en á næsta ári.

Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United
Manchester United goðsögnin Eric Cantona hefur ekki mikið álit á því sem er í gangi hjá hans gamla félagi eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist hlut í félaginu.

Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Eftir mikið japl, jaml og fuður er ljóst að Mohamed Salah verður áfram hjá Liverpool. Hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu
Billy Johnson var stjarna Leiston fótboltaliðsins í vikunni þegar hann skoraði magnað jöfnunarmark fyrir lið sitt og það í bikarúrslitaleik.