Fótbolti

Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho

Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum.

Fótbolti

Pochettino skýtur á Klopp

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut á kollega sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, eftir að Lundúnaliðið vann kapphlaupið um Moises Caicedo.

Enski boltinn

Jesus klár í slaginn með Arsenal

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hóf blaðamannafund sinn í dag, fyrir leik liðsins gegn Fulham á morgun, á því að færa stuðningsmönnum liðsins góð tíðindi. Framherjinn Gabriel Jesus er klár í slaginn með liðinu. 

Enski boltinn

Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“

Frið­jón Árni Sigur­vins­son, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dal­víkur í fót­bolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigur­geirs­dóttur, formanns KSÍ, og birtir á sam­fé­lags­miðlum. Greinir Frið­jón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglu­gerðar KSÍ, að taka þátt í úr­slita­keppni Ís­lands­mótsins. Reglu­gerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niður­brotnar.

Íslenski boltinn

„Hef ekki upplifað þessar aðstæður áður“

Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist vera stoltur af Breiðabliksliðinu sem vann 1-0 sigur á Struga á útivelli í dag. Breiðablik er í góðri stöðu til að vera fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.

Fótbolti