Fótbolti

„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunn­áttu“

„Hann er frá­bær þjálfari sem veit ná­kvæm­lega hvernig hann vill spila fót­bolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wa­les sem Ís­land mætir í Þjóða­deild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma.

Fótbolti

Haaland að verða pabbi

Erling Haaland skráði sig í norsku sögubækurnar í kvöld þegar hann varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann stal þó fyrirsögnunum með öðrum hætti eftir leik þegar hann tilkynnti að hann og unnusta hans ættu von á barni.

Fótbolti

Læri­sveinar Heimis með sinn fyrsta sigur

Fjölmargir leikir fóru fram í Þjóðadeildinni í kvöld. Írland fagnaði sínum fyrsta sigri í deildinni þegar liðið lagði Finnland en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í þremur tilraunum.

Fótbolti

„Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta karla, var vitanlega vonsvikinn eftir 2-0 tap liðsins gegn Litáen í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í dag. Úrslitin þýða að íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina. 

Fótbolti

Åge ræður hvort kallað verði í Albert

Eftir að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun er það í höndum landsliðsþjálfarans Åge Hareide að ákveða hvort hann taki þátt í leikjunum við Wales og Tyrkland, í Þjóðadeildinni.

Fótbolti

Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales

Åge Hareide landsliðsþjálfari og Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Wales í Þjóðadeildinni í fótbolta annað kvöld.

Fótbolti

„Annað hvort væri ég ó­létt eða að hætta“

Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni.

Íslenski boltinn

„Við þurfum að taka okkar sénsa“

„Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Sverrir Ingi Inga­son sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við ís­lenska lands­liðið sem á fram­undan tvo mikil­væga leiki í Þjóða­deild UEFA. 

Fótbolti

Ældi á heimavöll Sæ­dísar sem þurfti að bíða

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn.

Fótbolti

Gló­­dís kemst ekki á verð­­launa­há­­tíðina: „Mér finnst þetta bara fá­rán­legt“

Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, segir það fá­rán­legt að stærsta verð­launa­há­tíð ársins í fót­bolta­heiminum, þar sem sjálfur gull­boltinn verður af­hentur bestu leik­mönnum heims í karla- og kvenna­flokki, skuli vera haldin í miðjum lands­leikja­glugga kvenna­lands­liða. Gló­dís Perla Viggós­dóttir er fyrsti Ís­lendingurinn sem er til­nefnd til verð­launanna en hún mun ekki geta mætt á há­tíðina þar sem að hún verður stödd í lands­liðs­verk­efni.

Fótbolti