Erlent

Á­tján fórust í flug­slysi í Nepal

Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu höfuðborg Nepal í morgun. Flugmaðurinn er sá eini sem komst lífs af en hugað er að honum á sjúkrahúsi.

Erlent

Skákar Trump í skoðana­könnun

Kamala Harris mælist með tveggja prósenta forskot á Donald Trump í skoðanakönnun sem framkvæmd var eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga framboð sitt til forseta til baka.

Erlent

Á­varpar þjóðina á morgun

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19.

Erlent

Trump hafi „misst kúlið“ í kjöl­far á­kvörðunar Bidens

Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump.

Erlent

Par sem hugðist sigla frá Kanada til Asóreyja fannst látið

Lík breskrar konu og kanadísks manns fundust um borð á björgunarbáti sem hafði rekið að eyjunni Sable í Kanada á dögunum. Ekkert hafði spurst til parsins í sex vikur, en þegar síðast var vitað um ferðir þeirra ætluðu þau að sigla þvert yfir Atlantshafið á seglskútu. 

Erlent