Handbolti

Íslendingar treysta á Dani gegn Serbum

Líklega munu flestir Íslendingar styðja frændur sína Dani í úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í dag. Ríkari ástæða er til þess nú en alla jafna því sigur Dana eykur líkur Íslands á sæti á Ólympíuleikunum í London til muna.

Handbolti

Sesum fékk pílu í augað - gæti misst sjónina

Handknattleiksmaðurinn Zarko Sesum fékk pílu í augað þegar hann gekk af velli að loknum sigri Serba á Króötum í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik í gær. Talið er líklegt að hann missi sjón á auganu. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Handbolti

Leik lokið: Valur - Stjarnan 24-15 | Valskonur aftur á toppinn

Valskonur náðu aftur toppsætinu í N1 deild kvenna eftir öruggan níu marka sigur á Stjörnunni, 24-15, í Vodafone höllinni í dag. Stjarnan hékk í Valsliðinu í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu Stjörnukonur engan möguleika. Valur er þar með tveggja stiga forskot á Fram en Framliðið á leik inni á móti HK á þriðjudagskvöldið.

Handbolti

Balic: Ég hefði frekar vilja mæta Dönum

Ivano Balic, leikstjórnandi Króata, verður í sviðsljósinu þegar Króatar mæta Serbum á eftir í seinni undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Það er búist við blóðugri baráttu inn á vellinum og gríðarlega öryggisgæsla á að sjá til þess að fólk haldi friðinn á pöllunum.

Handbolti

Danir komnir í úrslitaleikinn á EM - unnu Spánverja 25-24

Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn.

Handbolti

Makedónía tryggði sér fimmta sætið og sæti í ÓL-umspilinu

Makedóníumenn tryggðu sér fimmta sæti á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna eins marka sigur á Slóvenum, 28-27, í leiknum um 5. sætið á mótinu. Sætið gefur Makedóníu líka sæti í umspili Ólympíuleikanna í vor en Slóvenar gætu einnig komist þangað verði Serbar Evrópumeistarar á sunnudaginn.

Handbolti

Lazarov búinn að bæta met Ólafs

Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hefur nú bætt met Ólafs Stefánssonar en hann er þegar kominn með sex mörk í leik sinna manna gegn Slóveníu sem nú stendur yfir á EM í handbolta.

Handbolti

Dagný best í fyrsta hlutanum

Dagný Skúladóttir er besti leikmaður N1-deildar kvenna í fyrstu níu umferðunum en tilkynnt var um valið í dag. Þrír leikmenn Vals og þrír Framarar eru í úrvalsliðinu.

Handbolti

Það þarf að fjárfesta í landsliðinu

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þ. Guðmundsson var nokkuð ánægður með leik íslenska landsliðsins á EM í Serbíu. Henry Birgir Gunnarsson settist niður með Guðmundi í Novi Sad og ræddi við hann um álagið sem fylgir því að þjálfa eitt af stóru liðunum í handboltanum.

Handbolti

Guðmundur: Mikið álag að vera í tveimur störfum

Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar.

Handbolti

Slóvenarnir dæma þriðja leikinn í röð hjá Dönum

Slóvenarnir Nenad Krstić og Peter Ljubič ættu að vera farnir að þekkja danska landsliðið nokkuð vel og þeir dönsku ættu jafnframt að vera búnir að læra inn á línuna hjá þeim Slóvenunum. Það má segja að dómaraparið sé orðið áskrifandi að leikjum Dana á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu.

Handbolti

Guðjón Valur: Enginn úti að aka í þessu móti

"Það hefði verið mjög gaman að vinna. Við vorum að spila frábærlega og ég hélt við værum með þá. Þeir eru bara með svo mikið stórskotalið að það er enginn hægðarleikur að klára þá," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir lokaleik Íslands á EM sem endaði með jafntefli gegn Frökkum.

Handbolti

Strákarnir geta vel við unað

Strákarnir okkar enduðu í tíunda sæti á EM í Serbíu. Vel ásættanleg niðurstaða í ljósi þeirra áfalla sem liðið varð fyrir. Margt jákvætt við leik liðsins og sóknarleikurinn í algjörum heimsklassa.

Handbolti