Handbolti

Bretar leita enn eftir leikmönnum í handboltalandsliðið

Bretar hafa unnið hörðum höndum að því að undirbúa sig sem allra best fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í London á næsta ári. Sem gestgjafar ÓL verða Bretar með lið í keppnisgreinum á borð við handbolta karla og kvenna – og breska handknattleikssambandið er enn að leita að leikmönnum sem gætu styrkt landsliðin fyrir ÓL.

Handbolti

Norðmenn vilja semja við Þóri fram yfir ÓL 2016

Karl-Arne Johannessen forseti norska handknattleikssambandsins segir í viðtali við dagblaðið Verdens Gang að Þórir Hergeirsson verði endurráðinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Ef marka má orð forsetans þá verður Selfyssingurinn með norska liðið á Ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016.

Handbolti

Framstúlkur réðu ekkert við Þorgerði Önnu - myndir

Þorgerður Anna Atladóttir skoraði tólf mörk í 30-27 sigri Vals á Fram í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem Valur verður meistari meistaranna í kvennahandboltanum.

Handbolti

Kiel niðurlægði Bergischer í dag

Kiel er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta sem stendur eftir átján marka stórsigur á Bergischer HC í dag, 34-18. Þá voru Íslendingar einnig á ferð í B-deildinni í Þýskalandi, sem og í Danmörku og Svíþjóð.

Handbolti

Íslendingar markahæstir í öllum deildarleikjum AG til þessa

Íslensku landsliðsmennirnir í danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn hafa verið áberandi í fyrstu leikjum nýs tímabils í dönsku úrvalsdeildinni. AG er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína með níu mörkum að meðaltali í leik og íslensku leikmennirnir hafa skorað 16,7 mörk að meðaltali í þessum þremur leikjum.

Handbolti

Löwen lagði meistara Hamburg

Það gengur hvorki né rekur hjá Þýskalandsmeisturum Hamburg undir stjórn Svíans Per Carlén. Í kvöld tapaði Hamburg gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar, 33-29.

Handbolti

Sigurbergur að gera góða hluti í Sviss

Handknattleiksmaðurinn Sigurbergur Sveinsson er að gera það virkilega gott í svissnesku úrvalsdeildinni með félagi sínu RTV Basel, en hann gerði sex mörk þegar liðið gerði jafntefli, 23-23, við Kriens-Luzern.

Handbolti

Gústaf Adolf aðstoðar Ágúst

Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Gústaf Adolf Björnsson sem aðstoðarþjálfara Ágústs Jóhannssonar hjá A-landsliðið kvenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu í dag.

Handbolti

Füchse Berlin vann þýsku meistarana - Alexander með 6 mörk

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin eru áfram með fullt hús í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 26-25 sigur á Þýskalandsmeisturum HSV Hamburg í kvöld. Füchse Berlin hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er á toppnum en THW Kiel, Rhein-Neckar Löwen og MT Melsungen eru öll búin að vinna báða sína leiki.

Handbolti

Arnór: Það bíða allir eftir því að við töpum leik

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason spilaði í fimm mínútur um helgina í öruggum sigri Danmerkurmeistara AGK á Skjern. Þetta var fyrsti leikur Arnórs með liðinu á þessari leiktíð en hann hefur ekkert spilað síðan hann lék með landsliðinu í sumar. Arnór tognaði illa á læri í upphafi æfingatímabilsins og hefur verið talsvert lengi frá síðan.

Handbolti

FH tapaði aftur í Ísrael

FH lauk í kvöld keppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði þá fyrir Maccabi Rishion Le Zion frá Ísrael en forkeppnin fór einmitt fram í Ísrael.

Handbolti