Handbolti

FH tapaði gegn Haslum

Íslandsmeistarar FH töpuðu, 36-29, gegn norska liðinu Haslum í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna í umspili um laust sæti í Meistaradeildinni

Handbolti

Aron tryggði Kiel þýska Ofurbikarinn í kvöld

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu þýska Ofurbikarinn í kvöld með því að vinna 24-23 sigur á HSV Hamburg í árlegum leik þýsku meistarana og þýsku bikarmeistarana. Þetta er í sjötta sinn sem Kiel vinnur Ofurbikarinn þar af í annað sinn undir stjórn Alfreðs.

Handbolti

Dzomba leggur skóna á hilluna

Handknattleiksmaðurinn, Mirza Dzomba, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en hann hefur verið einn allra besti hornamaður í heiminum undanfarinn ár.

Handbolti

Leikmennirnir vildu halda áfram

Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins.

Handbolti

Valsstúlkur töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í Tékklandi

Kvennalið Vals í handknattleik tapaði í dag með einu marki, 35-34, gegn heimaliðinu HC Zlin frá Tékklandi á æfingamóti ytra. Valskonur mæta danska liðinu Tvis Holstebro klukkan 17 í síðari leik dagsins. Með liðinu leika landsliðskonurnar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Handbolti

Yfirlýsing frá Garðabæ

Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um fjárveitingar til handknattleiksdeildar Stjörnunnar í fjölmiðlum.

Handbolti

Ólafur frá vegna meiðsla

Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar, er nú frá keppni vegna hnémeiðsla. Hann er staddur hér á landi og fer í speglun í dag.

Handbolti

Stjarnan verður með þrátt fyrir allt

Aðalstjórn Stjörnunnar í Garðabæ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrri yfirlýsing er dregin til baka og tilkynnt að kvennalið félagsins í handbolta verði með í N1-deild kvenna í vetur.

Handbolti

Baldur: Vöknuðu af værum blundi

Allt útlit er fyrir að kvennalið Stjörnunnar í handknattleik verði með í N1-deild kvenna í vetur. Formaður og varaformaður handknattleiksdeildar félagsins sögðu af sér í gær.

Handbolti

Hanna Guðrún: Trúi þessu varla

Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag.

Handbolti