Handbolti

Guif lagði Hauka

Tveir leikir fóru fram á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í dag. Sænska liðið Guif, sem Kristján Andrésson þjálfari, vann þriggja marka sigur á Haukum, 24-21. Þá vann FH góðan sigur á Val, 25-20, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

Handbolti

Patrekur að taka við austurríska landsliðinu - munnlegur samningur í höfn

Patrekur Jóhannesson er nú undir smásjá austurríska handboltasambandsins með það fyrir augum að hann taki við austurríska landsliðinu og geri tveggja ára samning. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hafa verið gengið frá málinu munnlega en Patrekur á þó eftir að skrifa undir samninginn.

Handbolti

Bjarte Myrhol með krabbamein í eista

Bjarte Myrhol, einn besti línumaður heims og lykilmaður hjá bæði Rhein-Neckar Löwen og norska landsliðinu, greindist með krabbamein í eista fyrir viku síðan og er búinn að fara í aðgerð.

Handbolti

Kristján Andrésson kemur með lið sitt Guif á Hafnarfjarðarmótið

Hið árlega Hafnarfjarðarmót fer fram 18. ágúst til 20. ágúst. Fjögur lið taka þátt í mótinu eins og undanfarin ár og eru þau: FH, Haukar, Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Ekilstuna Guif, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Einnig leikur bróðir Kristjáns, miðjumaðurinn Haukar Andrésson með liðinu.

Handbolti

AG ætlar að spila Meistaradeildarleiki í Parken í vetur

Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vakti mikla athygli í vor þegar liðið spilaði úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta á fótboltavellinum í Parken. Framundan eru leikir í Meistaradeild Evrópu og það hefur verið ákveðið að "flottustu" heimaleikirnir fari fram í Parken.

Handbolti

Haraldur og Kristján til Stjörnunnar

Handknattleiksmennirnir Haraldur Þorvarðarson og Kristján Svan Kristjánsson hafa gengið frá samningum við Stjörnuna og leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Haraldur leikur á línunni og Kristján Svan í hægra horninu.

Handbolti

Logi leggur skóna á hilluna

Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Handbolti

Sigurður Eggertsson til liðs við Fram

Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Sigurður kemur til liðsins frá Gróttu sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.

Handbolti

Björgvin Páll í fótbolta með Magdeburg - myndband

Landsliðsmarkvörðurinn Björgin Páll Gústavsson undirbýr sig nú af kappi fyrir sitt fyrsta tímabil með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Björgvin Páll tók fram takkaskóna í knattspyrnuleik nýverið og skoraði.

Handbolti

Fram til Ungverjalands - HK mætir frönsku liði

Kvennalið Fram mætir ungverska liðinu Alcoa FCK í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik og HK mætir franska liðinu Fleury Loiret Handball í Áskorandakeppni Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vín í morgun.

Handbolti

Íslandsmeisturum Vals boðið á sterkt alþjóðlegt mót

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna verða meðal þátttakenda á sterku æfingamóti í Tékklandi í lok ágúst. Valsstúlkum var boðið að taka þátt í tveimur mótum á svipuðum tíma og ákváðu að fara til Tékklands en afþakka boð frá þýska félaginu Vfl Oldenburg.

Handbolti

Arnar tekur við af Sebastian á Selfossi

Arnar Gunnarsson mun þjálfa meistaraflokk karla og 2.flokk karla hjá Selfossi næstu tvö árin en liðið féll úr N1 deildinni síðasta vetur. Arnar tekur við af Sebastian Alexanderssyni sem hefur verið með liðið undanfarin ár.

Handbolti

HK hlaut gullverðlaun á Partille Cup í Svíþjóð

HK-drengir fæddir árið 1998 hlutu gullverðlaun á Partille Cup handknattleiksmótinu sem lauk í Gautaborg um síðustu helgi. HK vann stórsigur á IFK Kristianstad í úrslitaleik 19-9. Mótið er það fjölmennasta sinnar tegundar í heiminum.

Handbolti

Ásbjörn Friðriksson til liðs við Allingsas HK

Handknattleikskappinn Ásbjörn Friðriksson úr FH hefur skrifað undir samning við sænska félagið Allingsas HK. Félagið leikur í efstu deild í Svíþjóð og er samningur Ásbjörns til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu.

Handbolti

Piltalandsliðið tapaði gegn Belgíu

Íslenska landsliðið í handknattleik karla skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði gegn Belgíu 20-14 í lokaleik riðlakeppninnar á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í dag. Tapið þýðir að íslensku piltarnir komast ekki upp úr riðlinum og spila um 9-15. sætið á mótinu.

Handbolti