Logi leggur skóna á hilluna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2011 10:06 Logi Geirsson í leik með FH á síðasta tímabili. Mynd/Daníel Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Logi varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð en hann gat lítið spilað vegna meiðslanna á síðari hluta tímabilsins. Hann lék lengi sem atvinnumaður með þýska liðinu Lemgo og varð Evrópumeistari með liðinu í tvígang - er liðið vann EHF-bikarkeppnina árin 2006 og 2010. Logi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki í fyrra. Yfirlýsing Loga í heild sinni: „„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar" „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að glíma við meiðsli í hægri öxl sem hafa gert mér erfitt fyrir að spila handbolta af fyrri krafti, þá íþrótt sem ég hef elskað frá barnsaldri. Í stað þess að halda áfram og bíða og vona að öxlin nái fyrri krafti þá hef ég ákveðið að leggja handboltaferilinn á hilluna frægu. Ferillinn minn í handbolta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Minningar og árangur sem enginn getur tekið frá mér. Tvisvar sinnum EHF-CUP meistari með Lemgo 2006 og 2010, Íslandsmeistaratitill með FH, bronze með landsliðinu 2010 á EM og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2011, auk þess sem ég hef verið sæmdur Fálkaorðu fyrir árangur minn á vellinum. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þjálfun minni, keyrt mig á æfingar, lánað mér handklæði, leiðbeint mér eða klappað fyrir mér fyrir framan sjónvarpið á mínum stærstu stundum sem íþróttamaður. Ég er mjög vel meðvitaður um að árangur minn, er árangur margra. Hafnarfjörður er vagga handboltans á Íslandi og mun ég beita mér fyrir því að íþróttin vaxi og dafni áfram í Hafnarfirði sem og á öllu Íslandi, þó svo að ég muni sinna því utan vallar framvegis. Þetta er búið að vera eitt risastórt ævintýri sem ég fór inní með þeim formerkjum að gefa af mér. Hvort sem það var innan sem utan vallar. Síðustu misseri hafa mér boðist tækifæri í markaðsetningu og kynningarvinnu fyrir Asics á Íslandi. Merkið er eitt það mest spennandi í íþróttum um um þessar mundir og hlakka ég til að vinna að framgöngu þess hérna heima og sanna mig á nýjum vettvangi ásamt því að klára viðskiptafræðinámið sem ég var byrjaður á. Á sama tíma langar mig að einbeita mér að því sem hefur á síðustu árum orðið eins og ein af ástríðum mínum en það er að tala við ungt fólk um tækifærin sem bíða þeirra, bæði innan vallar og utan. Ég mun halda áfram að flytja fyrirlesturinn minn "Það fæðist enginn atvinnumaður" Því allir geta orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum, allir geta náð árangri. Mig langar til að einbeita mér að því næstu árin að tálga meðalmennskuna utan af framtíðaratvinnufólki og hjálpa því að ná árangri sem það trúði ekki að það ætti möguleika á að ná. Upp með seglin og berjast. Baráttukveðjur Logi Geirsson" Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Logi varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð en hann gat lítið spilað vegna meiðslanna á síðari hluta tímabilsins. Hann lék lengi sem atvinnumaður með þýska liðinu Lemgo og varð Evrópumeistari með liðinu í tvígang - er liðið vann EHF-bikarkeppnina árin 2006 og 2010. Logi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki í fyrra. Yfirlýsing Loga í heild sinni: „„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar" „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að glíma við meiðsli í hægri öxl sem hafa gert mér erfitt fyrir að spila handbolta af fyrri krafti, þá íþrótt sem ég hef elskað frá barnsaldri. Í stað þess að halda áfram og bíða og vona að öxlin nái fyrri krafti þá hef ég ákveðið að leggja handboltaferilinn á hilluna frægu. Ferillinn minn í handbolta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Minningar og árangur sem enginn getur tekið frá mér. Tvisvar sinnum EHF-CUP meistari með Lemgo 2006 og 2010, Íslandsmeistaratitill með FH, bronze með landsliðinu 2010 á EM og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2011, auk þess sem ég hef verið sæmdur Fálkaorðu fyrir árangur minn á vellinum. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þjálfun minni, keyrt mig á æfingar, lánað mér handklæði, leiðbeint mér eða klappað fyrir mér fyrir framan sjónvarpið á mínum stærstu stundum sem íþróttamaður. Ég er mjög vel meðvitaður um að árangur minn, er árangur margra. Hafnarfjörður er vagga handboltans á Íslandi og mun ég beita mér fyrir því að íþróttin vaxi og dafni áfram í Hafnarfirði sem og á öllu Íslandi, þó svo að ég muni sinna því utan vallar framvegis. Þetta er búið að vera eitt risastórt ævintýri sem ég fór inní með þeim formerkjum að gefa af mér. Hvort sem það var innan sem utan vallar. Síðustu misseri hafa mér boðist tækifæri í markaðsetningu og kynningarvinnu fyrir Asics á Íslandi. Merkið er eitt það mest spennandi í íþróttum um um þessar mundir og hlakka ég til að vinna að framgöngu þess hérna heima og sanna mig á nýjum vettvangi ásamt því að klára viðskiptafræðinámið sem ég var byrjaður á. Á sama tíma langar mig að einbeita mér að því sem hefur á síðustu árum orðið eins og ein af ástríðum mínum en það er að tala við ungt fólk um tækifærin sem bíða þeirra, bæði innan vallar og utan. Ég mun halda áfram að flytja fyrirlesturinn minn "Það fæðist enginn atvinnumaður" Því allir geta orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum, allir geta náð árangri. Mig langar til að einbeita mér að því næstu árin að tálga meðalmennskuna utan af framtíðaratvinnufólki og hjálpa því að ná árangri sem það trúði ekki að það ætti möguleika á að ná. Upp með seglin og berjast. Baráttukveðjur Logi Geirsson"
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira