

Leikkonan Rebel Wilson rifjar upp atvik þar sem samleikari hennar kallaði hana inn á herbergið sitt og tók niður um sig buxurnar fyrir framan vini sína og bað hana um að framkvæma ákveðna athöfn sem hún neitaði margsinnis.
Travis Barker tók á móti Architectural Digest á heimi sínu í Calabasas, Kaliforníu sem hann deilir nú með Kourtney Kardashian. Heimilið er látlaust, róandi og í nútímalegum stíl. Hann segir heimilið vera griðarstað og er ekki hrifinn að því að fá of marga inn á það.
Áður óútgefin tónlist Jóhanns Jóhannssonar, sem lést árið 2018, verður gefin út sem svokallað NFT. NFT eða non-fungible tokens gera listamönnum kleift að búa til einstök stafræn eintök af verkum sínum.
Yfir 50 fyrirtæki sýndu matvælaráðherra og öðrum gestum nýsköpun í Húsi sjávarklasans í gær. Á viðburðinum Blá nýsköpun voru í boði veitingar og jazz.
Á Hótel Borg er aftur kominn veitingastaður í flottum Art Deco stíl í anda hótelsins sem byggt var árið 1930.
Halla Dagný Úlfsdóttir hefur þrisvar sinnum greinst með krabbamein en hún er aðeins 28 ára gömul. Hún greindist fyrst fyrir fjórum árum með leghálskrabbamein á fjórða stigi, síðar sama ár greinist hún aftur og í þriðja skiptið í lok árs 2020.
Bandaríski leikarinn John Aylward, sem gerði garðinn frægan meðal annars í þáttunum West Wing og Bráðavaktinni (ER), er látinn, 75 ára að aldri.
Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til.
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa eignast sína aðra dóttur.
Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu.
Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu.
Raunveruleikastjarnan Christine Quinn hefur látið af störfum hjá Oppenheim Group og er að gefa út bókina How to be a Boss B*tch en á viðburði í tengslum við bókina lenti hún í mótmælendum og endaði á því að fela sig undir borði.
Starfsfólk Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu mætti á sérstaka forsýningu á myndinni Eldhugi þann 14. maí síðastliðinn en myndin fjallar um störf slökkviliðsmanna. Samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum var þar eldheit stemning, góð mæting og sumir komu meira að segja í slökkviliðsgallanum.
Í dag hófst fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
Sandra Dís Sigurðardóttir mun fljúga frítt með flugfélaginu PLAY í heilt ár en hún vann í samfélagsmiðlaleik flugfélagsins.
Í nýrri stiklu fyrir heimildarmyndina um Jennifer Lopez má sjá að hún tók það mjög nærri sér að vera ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Hustlers.
Mágarnir Rúrik Gíslason og Jóhannes Ásbjörnsson fóru á dögunum út til Malaví í austur Afríku en ástæðan fyrir heimsókninni er að Rúrik er velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpin á Íslandi.
Vakin var athygli á því í Íslandi í dag í gær að ekki væri ánægjulegt fyrir alla að fylgjast með ölvuðum frambjóðendum eða flokksmönnum ólíkra stjórnmálaflokka á kosningavökum í kringum kosningar.
Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards.
Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn.
Listakonan Hendrikka Waage hefur undanfarið verið að vinna að myndaröðinni „dásamlegar verur” og var að opna pop-up sýningu í versluninni Andrea í Norðurbakka.
Skipuleggjendur RIFF kvikmyndahátíðarinnar hafa ákveðið að vera með styrktarsýningu á Úkraínskri kvikmynd, Stop-Zemlia
Leikkonan Cameron Diaz opnaði sig um móðurhlutverkið og sagði heiðarleg samskipti við barnið sitt mikilvæg, að biðjast afsökunar, útskýra og taka ábyrgð ef eitthvað fer úrskeðis.
Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga.
Tónlistarkonan Salka Valsdóttir í Reykjavíkurdætrum býr í pínulitlu húsi með kærastanum og segist hún vera alsæl.
„Ég fer ekkert sérstaklega vel með mig,“ svarar Gísli Marteinn Baldursson aðspurður hvernig hann nái að líta alltaf svona unglegur út. „Ég pæli ekkert í þessu. Ég hef aldrei notað nein krem.“
Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson rifjar upp ævintýrið í kringum Land og syni þegar sveitin var á leiðinni utan þar sem hún ætlaði að slá í gegn. Örlögin gripu aftur á móti í taumana þann 11. september 2001.
Leikkonan Megan Fox birti skilaboð sem hún sendi á stílistann sinn eftir að bráð nauðsyn bar að garði sem varð til þess að hún þurfti að klippa gat á samfestinginn sinn, nauðsynin var að njóta ásta með unnusta sínum Machine Gun Kelly.
Evan Spiegel og eiginkona hans Miranda Kerr glöddu nýútskrifaða nemendur hjá Otis listaháskólanum í Los Angeles þegar þau borguðu niður öll námslánin þeirra. Evan er stofnandi Snapchat og Miranda er fyrirsæta og stofnandi Kora Organics
Anna Fríða Gísladóttir forstöðumaður markaðsmála hjá Play og kærasti hennar, Sverrir Falur Björnsson, eiga von á barni. Anna Fríða deildi þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum rétt í þessu.